Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. júlí 2019 07:15 Fulltrúar WOW ganga af fundi ráðuneytismanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira