Allt sem tengist ljósmyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júlí 2019 10:00 Baldvin Einarsson rekur Saga Fotografica á Siglufirði ásamt konu sinni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur. Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Saga Fotografica er ljósmyndasögusafn við Vetrarbraut á Siglufirði sem hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir stofnuðu árið 2012 og var opnað árið 2013. Á safninu eru til sýnis alls kyns tæki og tól sem tengjast ljósmyndun og ljósmyndavinnslu. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum. „Við hjónin rekum verslun á Langholtsvegi í Reykjavík, BECO, og fengum mikið af gömlum ljósmyndavélum frá kúnnum sem vildu koma þeim í okkar vörslu, þannig að til varð mikið safn. Þegar við keyptum íbúð á Siglufirði og síðan gamalt hús vaknaði hugmyndin um að stofna ljósmyndasögusafn. Í þessu safni eru um 8.300 hlutir sem tengjast ljósmyndun, allt frá smástykkjum upp í stórar vélar,“ segir Baldvin. Á neðri hæð safnsins má sjá ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndagerð og vekja voldugar ljósmyndavélar einna mesta athygli. Þar er einnig ljósmyndasýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá Siglufirði, en sú sýning var opnuð um leið og safnið og hefur verið í gangi síðan. „Vigfús var mjög öflugur ljósmyndari í Reykjavík en kom fyrst hingað á Siglufjörð árið 1924 og myndaði síðan mannlífið í kringum síldina. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1926-1954,“ segir Baldvin.Gamlar myndavélar af öllum gerðum og stærðum eru til sýnis.Á eftir hæð hússins eru haldnar ljósmyndasýningar. Þar má nú sjá ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og myndir eftir Leif Þorsteinsson sem var ljósmyndari í Reykjavík og lést 2013. „Rétt áður en Leifur dó færði hann mér umslag með þessum myndum sem eru teknar í Reykjavík og þar á meðal er mynd af bragganum í Nauthólsvík. Leifur hafði afar gott auga fyrir ljósmyndum og þetta er svo flott gert hjá honum,“ segir Baldvin. Hann segir aðsókn vera góða. „Siglfirðingar koma hingað og taka með sér gesti og aðsókn erlendra ferðamanna hefur aukist,“ segir hann. Ekki er rukkað inn á safnið sem er opið alla daga í sumar frá eitt til fjögur.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallabyggð Tímamót Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira