Sagði lögreglu að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 15:49 Árásin átti sér stað á Neskaupstað. Vísir/Vilhelm Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51
Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37