Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:08 Talið er að um fimmtíu grindhvali hafi rekið á land við Löngufjörur á Snæfellsnesi í gær. Mynd/David Scwarzhan Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar. Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. Við svo búið hyggjast hvorki Umhverfisstofnun né Hafrannsóknastofnun aðhafast nokkuð vegna hvalrekans en ferðamenn sem fundu dýrin í gær töldu um fimmtíu grindhvali á svæðinu. Það voru bandarískir ferðamenn sem fyrst sáu grindhvalina úr þyrlu um tvöleytið í gær í Löngufjörum á Snæfellsnesi, í landi Litla-Hrauns. Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters sagði í samtali við Vísi í gær að þau hefðu talið um það bil fimmtíu grindhvali í fjörunni. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur að með tilliti til fjölda dýranna sé þetta einn stærsti hvalrekinn í um þrjá áratugi. „Það stærsta nýlega var í Þorlákshöfn ´86 þegar 148 hvalir drápust. Síðan á Rifi á Snæfellsnesi 1982 þegar 280 grindhvalir strönduðu en reyndar tókst að bjarga þeim flestum nema 38. Svo höfum við nokkur nýlegri dæmi þar sem það hafa verið kannski tíu, tuttugu hvalir sem hafa drepist,“ segir Gísli. Að svo stöddu hyggst Hafrannsóknastofnun ekki taka sýni eða kanna aðstæður, enda erfitt að komast að svæðinu frá landi og flest bendir til að dýrin séu þegar dauð. Sama á við hjá Umhverfisstofnun, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá stofnuninni. „Við höfum fengið góða og staðgóða lýsingu á staðháttum og við teljum að við höfum þær upplýsingar fyrir framan okkur sem við þurfum. Þannig að nei, ég svara því neitandi, þetta er ekki í alfaraleið, þetta er dálítið frá þannig að við teljum að þær upplýsingar sem við höfum kalli ekki á það,“ segir Gunnar. Næstu skref, ef einhver verða, séu á ábyrgð landeigenda. „Það er á ábyrgð þeirra að bregðast við og hvort þeir telji hreinlega að það þurfi að bregðast við. Eftir því sem mínar upplýsingar segja til um þá er þetta ekki í alfaraleið þannig að ef þetta er ekki að valda neinu ónæði eða óþægindum fyrir nágrenni þá held ég að fyrsta valið sé að láta bara náttúruna sjá um þetta,“ segir Gunnar.
Borgarbyggð Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20