Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2019 09:15 Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun