Tengdafaðirinn gefur lítið fyrir orðróm um brotthvarf Bjarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Baldvin Jónsson sem starfaði sem auglýsingastjóri Morgunblaðsins í 24 á og í áratug við markaðsstarf í Bandaríkjunum. Vísir/VIlhelm/FBL/Anton Brink Baldvin Jónsson blæs á sögusagnir þess efnis að tengdasonur hans, Bjarni Benediktsson, muni segja skilið við stjórnmálin í haust. Þrálátur orðrómur þess efnis hefur sett svip á umræðurnar um ólguna innan Sjálfstæðisflokksins, sem Bjarni veitir forystu, en hart er sótt að forkólfum flokksins vegna framgöngu þeirra í málefnum Þriðja orkupakkans. Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum óánægðra flokksmanna, að í haust muni Bjarni stíga úr formannsstóli og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Sambærilegar fullyrðingar hafa birst í nafnlausum skrifum á vefmiðlum, jafnt á vef Hringbrautar (þrisvar á síðastliðnu ári) og Eyjunnar. Þá blés Útvarp Saga til skoðanakönnunnar á dögunum þar sem einfaldlega var spurt: Telur þú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sé að hætta í stjórnmálum? Niðurstöðurnar voru afgerandi. Rúm 71 prósent aðspurðra telja að Bjarni segið skilið við pólitíkina í náinni framtíð. Forspárgildi kannanna Útvarps Sögu þykir þó ekki merkilegt.Neitun ekki stöðvað Gróu Tengdaföður Bjarna, Baldvini Jónssyni, þykir lítið til þessara nafnlausu skrifa og kannana koma. Þessar fabúleringar séu byggðar á dylgjum - „sem ill mögulegt er að stöðva enda svo mikið bull á ferðinni.“ Þetta sé til þess fallið að ala á „tortryggni í garð viðkomandi,“ sem Baldvin nefnir þó ekki á nafn. Bjarni hefur sjálfur þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Það gerði hann til að mynda í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sem bar orðróminn undir hann á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í lok maí. Bjarni sagði af og frá að hann myndi hætta í haust, kjörtímabilið væri varla hálfnað og ríkisstjórnin ætti enn eftir að fylgja mikilvægum málum úr hlaði. Andinn í stjórnarliðinu virðist þannig vera ágætur, ef marka má ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessu sama afmæli. Bjarni væri einn besti samstarfsmaður sem hún hafi haft. Þessi neitun virðist þó lítið hafa gert til að slá á orðrómana ef marka má skrif Baldvins. „[S]amt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu [þ]jóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“ spyr Baldvin á Facebook-síðu sinni við hrifningu áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum; Sturla Böðvarsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru meðal þeirra sem lýsa velþóknun sinni á færslunni sem sjá má hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Baldvin Jónsson blæs á sögusagnir þess efnis að tengdasonur hans, Bjarni Benediktsson, muni segja skilið við stjórnmálin í haust. Þrálátur orðrómur þess efnis hefur sett svip á umræðurnar um ólguna innan Sjálfstæðisflokksins, sem Bjarni veitir forystu, en hart er sótt að forkólfum flokksins vegna framgöngu þeirra í málefnum Þriðja orkupakkans. Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum óánægðra flokksmanna, að í haust muni Bjarni stíga úr formannsstóli og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Sambærilegar fullyrðingar hafa birst í nafnlausum skrifum á vefmiðlum, jafnt á vef Hringbrautar (þrisvar á síðastliðnu ári) og Eyjunnar. Þá blés Útvarp Saga til skoðanakönnunnar á dögunum þar sem einfaldlega var spurt: Telur þú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sé að hætta í stjórnmálum? Niðurstöðurnar voru afgerandi. Rúm 71 prósent aðspurðra telja að Bjarni segið skilið við pólitíkina í náinni framtíð. Forspárgildi kannanna Útvarps Sögu þykir þó ekki merkilegt.Neitun ekki stöðvað Gróu Tengdaföður Bjarna, Baldvini Jónssyni, þykir lítið til þessara nafnlausu skrifa og kannana koma. Þessar fabúleringar séu byggðar á dylgjum - „sem ill mögulegt er að stöðva enda svo mikið bull á ferðinni.“ Þetta sé til þess fallið að ala á „tortryggni í garð viðkomandi,“ sem Baldvin nefnir þó ekki á nafn. Bjarni hefur sjálfur þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Það gerði hann til að mynda í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sem bar orðróminn undir hann á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í lok maí. Bjarni sagði af og frá að hann myndi hætta í haust, kjörtímabilið væri varla hálfnað og ríkisstjórnin ætti enn eftir að fylgja mikilvægum málum úr hlaði. Andinn í stjórnarliðinu virðist þannig vera ágætur, ef marka má ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessu sama afmæli. Bjarni væri einn besti samstarfsmaður sem hún hafi haft. Þessi neitun virðist þó lítið hafa gert til að slá á orðrómana ef marka má skrif Baldvins. „[S]amt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu [þ]jóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“ spyr Baldvin á Facebook-síðu sinni við hrifningu áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum; Sturla Böðvarsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru meðal þeirra sem lýsa velþóknun sinni á færslunni sem sjá má hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58