Elti sjúkrabíl til þess að komast hraðar yfir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. júlí 2019 14:45 Ökumaðurinn nýtti sér sjúkrabíl í forgangsakstri til þess að komast hraðar yfir. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í gær ökumann á Suðurlandsvegi sem ekið hafði á eftir sjúkrabifreið í forgangsakstri og nýtti sér þannig tækifæri til þess að komast hraðar yfir. Sjúkrabifreiðinni var ekið með bláum forgangsljósum og alveg sama á hvaða hraða henni var ekið þá fylgdi ökumaðurinn í bílnum á eftir eins og skugginn að því fram kemur í Facebook-færslu Lögreglunnar á Suðurlandi. Málið er litið alvarlegum augum en fyrir utan hraðaksturinn þarf ekki að fjölyrða um þá hættu er umræddur ökumaður skapaði með athæfi sínu. Hann var stöðvaður og kærður fyrir hraðakstur auk þess sem hann fékk alvarlegt tiltal vegna hegðunar sinnar.Ætlaði hringinn á sólarhring Þá var annar ökumaður stöðvaður í gær á Suðurlandsvegi á 145 km/klst á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs síðastliðna nótt. Ökumaðurinn gaf þær skýringar við lögreglu á hraða sínum að hann ætti bókað flug frá Íslandi í dag og hafði ætlað að aka hringinn í kringum landið og taka nokkrar ljósmyndir. Þar sem ökumaðurinn var á austurleið var honum bent á að skynsamlegra væri að snúa við og aka til vesturs ef hann ætlaði sér að ná umræddu flugi. Lögreglumál Mýrdalshreppur Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í gær ökumann á Suðurlandsvegi sem ekið hafði á eftir sjúkrabifreið í forgangsakstri og nýtti sér þannig tækifæri til þess að komast hraðar yfir. Sjúkrabifreiðinni var ekið með bláum forgangsljósum og alveg sama á hvaða hraða henni var ekið þá fylgdi ökumaðurinn í bílnum á eftir eins og skugginn að því fram kemur í Facebook-færslu Lögreglunnar á Suðurlandi. Málið er litið alvarlegum augum en fyrir utan hraðaksturinn þarf ekki að fjölyrða um þá hættu er umræddur ökumaður skapaði með athæfi sínu. Hann var stöðvaður og kærður fyrir hraðakstur auk þess sem hann fékk alvarlegt tiltal vegna hegðunar sinnar.Ætlaði hringinn á sólarhring Þá var annar ökumaður stöðvaður í gær á Suðurlandsvegi á 145 km/klst á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs síðastliðna nótt. Ökumaðurinn gaf þær skýringar við lögreglu á hraða sínum að hann ætti bókað flug frá Íslandi í dag og hafði ætlað að aka hringinn í kringum landið og taka nokkrar ljósmyndir. Þar sem ökumaðurinn var á austurleið var honum bent á að skynsamlegra væri að snúa við og aka til vesturs ef hann ætlaði sér að ná umræddu flugi.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira