Samkvæmt þeim upplýsingum sem björgunarsveitum barst í fyrstu var konan illa handarbrotin. Um einni og hálfri klukkustund eftir að útkallið barst voru björgunarmenn komnir í Hrafntinnusker og hófu þá við að búa viðkomandi til flutnings.
Áverkar konunnar reyndust minni en í fyrstu var talið. Þó var um minniháttar beinbrot að ræða. Unnið er að því að flytja konuna í Landmannalaugar en þaðan verður henni komið undir læknishendur.
Annríki vegna göngufólks
Samkvæmt tilkynningunni hefur verið nokkuð mikið um útköll vegna göngumanna hjá hálendisvakt björgunarsveita það sem af er sumri.Í gær fóru þeir björgunarmenn sem manna hálendisvaktina á Sprengisandi til aðstoðar manni sem var að ganga frá Nýjadal að Drekagili við Öskju. Þar voru tveir ferðalangar saman en annar þeirra var ógöngufær sökum áverka á fæti. Var honum ekið í Nýjadal hvaðan honum var komið til byggða þar sem hann fékk viðeigandi læknisaðstoð. Félagi hans hélt göngunni í Drekagil áfram.