Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 11:45 Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja 14. júní síðastliðinn. Eyjar.net/Tryggvi Már Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00
Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52
Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15