Nýir eigendur að Opnum kerfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:00 Gísli Valur Guðjónsson, nýr stjórnarformaður Opinna kerfa. Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira