Nýir eigendur að Opnum kerfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:00 Gísli Valur Guðjónsson, nýr stjórnarformaður Opinna kerfa. Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira