Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs. Fréttablaðið/Valli „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Jóhanna tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur. Í gær var einnig kynnt að Gústaf Bjarnason yrði auglýsingastjóri félagsins og Kristín Björg Árnadóttir fjármálastjóri. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Torgs að jafnframt hafi Ingibjörg Stefanía tekið við sem stjórnarformaður félagsins og að með henni í stórn sitji Helgi Magnússon fjárfestir. Nýlega var sagt frá kaupum Helga á helmingshlut í Torgi sem gefur út Fréttablaðið, Markaðinn og tímaritið Glamour. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru meðal annars frettabladid.is, og glamour.is. Hjá félaginu starfa um eitt hundrað manns. Jóhanna Helga hefur starfað hjá Torgi og áður 365 miðlum frá árinu 2016. Á árunum 2014-16 veitti hún forstöðu verkefnastofu hjá Reiknistofu bankanna. Áður var hún hjá Símanum eða frá árinu 2004 í hinum ýmsu störfum, en lengst af sem verkefnastjóri. Jóhanna lauk MBA-gráðu við Háskóla Íslands vorið 2017 og diploma í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2010. Kristín Björg Árnadóttir, nýr fjármálastjóri Torgs, hefur undanfarin ár starfað við ýmis fjármálatengd verkefni, nú síðast hjá Skaginn 3X á Akranesi. Gústaf Bjarnason, nýr auglýsingastjóri Torgs, hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2015 sem verkefnastjóri á auglýsingadeild Fréttablaðsins. Á árunum 2006-2012 starfaði hann á söludeild Bylgjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
„Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Jóhanna tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur. Í gær var einnig kynnt að Gústaf Bjarnason yrði auglýsingastjóri félagsins og Kristín Björg Árnadóttir fjármálastjóri. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Torgs að jafnframt hafi Ingibjörg Stefanía tekið við sem stjórnarformaður félagsins og að með henni í stórn sitji Helgi Magnússon fjárfestir. Nýlega var sagt frá kaupum Helga á helmingshlut í Torgi sem gefur út Fréttablaðið, Markaðinn og tímaritið Glamour. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru meðal annars frettabladid.is, og glamour.is. Hjá félaginu starfa um eitt hundrað manns. Jóhanna Helga hefur starfað hjá Torgi og áður 365 miðlum frá árinu 2016. Á árunum 2014-16 veitti hún forstöðu verkefnastofu hjá Reiknistofu bankanna. Áður var hún hjá Símanum eða frá árinu 2004 í hinum ýmsu störfum, en lengst af sem verkefnastjóri. Jóhanna lauk MBA-gráðu við Háskóla Íslands vorið 2017 og diploma í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2010. Kristín Björg Árnadóttir, nýr fjármálastjóri Torgs, hefur undanfarin ár starfað við ýmis fjármálatengd verkefni, nú síðast hjá Skaginn 3X á Akranesi. Gústaf Bjarnason, nýr auglýsingastjóri Torgs, hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2015 sem verkefnastjóri á auglýsingadeild Fréttablaðsins. Á árunum 2006-2012 starfaði hann á söludeild Bylgjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30