Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 9-2 | Breiðablik niðurlægði ÍBV í Kópavogi Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 21:00 Blikar fagna en Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, er niðurlút að sjá. vísir/daníel þór Breiðablik niðurlægði ÍBV í kvöld þegar liðið vann sjö marka sigur, 9-2, á Kópavogsvelli. Eyjakonur áttu aldrei séns í þessum leik og voru fimm mörkum undir í hálfleik, 5-0. Breiðablik jafnaði Val á ný á toppi deildarinnar en Valskonur eru ennþá með betri markatölu. Breiðablik saxaði þó vel á þann mun með stórsigri kvöldsins og eru nú aðeins tveimur mörkum frá þeim ÍBV byrjaði leikinn nokkuð vel þar sem Eyjakonur komust í ágætis færi og spiluðu fínan fótbolta en eftir fyrsta mark Breiðabliks hrundi þeirra leikur algjörlega. Fyrsta markið kom á 18. mínútu þegar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék lausum hala á miðjum vallarhelmingi gestanna. Karólína lét vaða á markið úr löngu færi og boltinn steinlá í netinu. Næst á svið var Agla María Albertsdóttir, hún bætti við tveimur mörkum á einni mínútu og staðan orðin 3-0 eftir 28 mínútna leik. Þrjú mörk frá heimamönnum á tíu mínútna kafla og eftir það sást ekki til sólar hjá ÍBV. Skömmu síðar skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt fyrsta mark í þessum leik og fjórða mark Breiðabliks en hún var aftur á ferðinni þegar Breiðablik skoraði fimmta markið og síðasta mark fyrri hálfleiks. 5-0 var staðan í hálfleik og hreint út sagt vandræðalegt að horfa uppá leik Eyjamanna. Breiðablik hélt áfram að sækja á vörn ÍBV og skapaði mikið af færum í upphafi síðari hálfleiks. Fyrsta mark síðari hálfleiks kom þó ekki fyrr enn á 65. mínútu. Varamaðurinn, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem hafði komið inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur skoraði þá gott mark fyrir Blikana en hún klúðraði skömmu áður dauðafæri. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði sjöunda mark heimamanna sem var afar vandræðalegt fyrir ÍBV, varnarleikur Eyjamanna var átakanlegur í þessum leik. Emma Rose Kelly minnkaði þó muninn fyrir ÍBV tæpri mínútu síðar með fallegasta marki leiksins, þrumuskot utan af velli í slána og inn og staðan því 7-1. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði Alexandra Jóhannsdóttir áttunda mark Blikanna og Berglind Björg innsiglaði þrennuna með níunda marki sinna kvenna þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka. Cloe Lacesse skoraði annað mark ÍBV undir lok leiks á meðan Blikastúlkur láu hátt uppá velli og reyndu að skora tíunda markið, en lengra komust þær ekki og lokatölur á Kópavogsvelli urðu 9-2, Blikunum í vil.Berglind Björg skoraði þrennu.vísir/daníel þórAf hverju vann Breiðablik?Þvílíkur yfirburðir sem þetta lið hafði í dag á öllum vígstöðvum. ÍBV spilaði ekki fótbolta í 75 mínútur á meðan allt gekk upp hjá Blikunum. Hverjar stóðu upp úr?Allt Breiðabliks liðið spilaði vel í leiknum eins og gefur að skilja í 9-2 sigri. Enn Berglind Björg Þorvaldsdóttir var frábær, skoraði þrennu, lagði upp mark og var hættuleg allan leikinn. Alexandra Jóhannsdóttir átti einnig góðan leik og svo er erfitt að líta framhjá Öglu Maríu Albertsdóttur sem var með tvö mörk og stoðsendingu en spilaði aðeins 50 mínútur í kvöld. Hvað gekk illa?Leikur ÍBV gjörsamlega hrundi eftir fyrsta markið en fyrst og fremst var átakanlegt að horfa uppá varnarleik ÍBV. Hvað er framundan? Í 11. umferð fá bæði lið heimaleiki, Breiðablik tekur á móti Selfyssingum á meðan ÍBV fær Keflavík í heimsókn til Vestmannaeyja.Ekkert gekk upp hjá ÍBV í kvöld.vísir/daníel þórJón Óli: Við áttum ekki roð í dagJón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, var hálf orðlaus eftir frammistöðu ÍBV í dag „Það má með sanni segja að við áttum ekki roð hér í dag. Ég bjóst kannski ekki við þessu en við vitum alveg hvernig það er að spila við Breiðablik og mæta þeim hérna á heimavelli en því miður gátum við ekki meira í dag og þá endar þetta bara svona,“ sagði Jón Óli sem bjóst við því að mæta sterku liði Breiðabliks en ekki við því að fá á sig níu mörk „Við byrjuðum ágætlega og gerðum svolítið af því sem við lögðum upp með en já við fyrsta mark þá fór hausinn af þessu hjá okkur.“ Eins og Jón Óli kemur inná þá átti ÍBV fínan leik í rúmar 15 mínútur en eftir fyrsta markið hrundi þeirra leikur eins og spilaborg og sukku þær dýpra með hverju markinu. Mörg af mörkum Breiðabliks í dag eiga ekki heima í efstu deild enn Jón Óli segir að eftir ítrekuð mistök leikmanna þá séu þetta afleiðingarnar „Ég á eftir að skoða þetta betur en menn gera risastór mistök trekk í trekk og gegn svona leikmönnum eins og Breiðablik hefur innanborðs að þá er ekki að spyrja að leikslokum“ „Við erum ekkert óvanar því að tapa stórt gegn Breiðablik og við höfum alltaf rifið okkur upp eftir það. Það er ekkert annað hægt að gera en að setja þetta að baki og byrja að horfa fram á veginn.“ sagði Jón Óli að lokum.Agla María skoraði tvívegis.vísir/daníel þórSteini: Við ræðum þessa markatölu ekki neitt„Frábær leikur og örugglega skemmtilegur“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks. „Það voru fullt af færum á báða bóga svo sem og við erum bara mjög ánægð. Ég er stoltur af því hversu vel liðið spilaði leikinn og heilt yfir var bæði leikurinn og sóknarleikurinn flottur.“ „Við vorum að skapa frá fyrstu mínútu, við héldum boltanum vel og spiluðum flottan fótbolta. Mér fannst þetta vera spurning um að halda skipulaginu varnarlega, geta þá haldið áfram að sækja svona og þá myndum við skora mörk. Enn ég bjóst ekki við þessu og þetta gerist auðvitað mjög sjaldan,“ sagði Steini sem sjálfur bjóst ekki við því að skora níu mörk á fyrirfram töldu sterku liði ÍBV „Við mætum bara í alla leiki til að vinna þá og berum virðingu fyrir andstæðingnum. Við erum ekkert að hugsa um Val sem slíkt heldur sjálfa okkur. Við erum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og reynum að gera það eins vel og við gera. Það eru forréttindi að spila fótbolta, vera í þessari stöðu og berjast um titla.“ Valur hafði níu marka forskot á Breiðablik fyrir leikinn og náðu Blikastúlkur að saxa vel á það forskot í dag. Steini segir það ekki beint pirrandi að hafa fengið á sig þessi tvö mörk og að það sé varla hægt að kvarta eftir svona leik „Það er ekki hægt að kvarta yfir því að skora níu mörk og fá svo á sig tvö. Þetta snýst bara um hvern leik fyrir sig, við ræðum þessa markatölu ekki neitt. Ég er bara sáttur með leikinn í dag og við höldum bara áfram,“ sagði Steini. „Við mætum góðu liði í næstu umferð, sem er Selfoss sem lítur vel út og þær hafa ekki verið svona góðar í mörg ár.“ Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik niðurlægði ÍBV í kvöld þegar liðið vann sjö marka sigur, 9-2, á Kópavogsvelli. Eyjakonur áttu aldrei séns í þessum leik og voru fimm mörkum undir í hálfleik, 5-0. Breiðablik jafnaði Val á ný á toppi deildarinnar en Valskonur eru ennþá með betri markatölu. Breiðablik saxaði þó vel á þann mun með stórsigri kvöldsins og eru nú aðeins tveimur mörkum frá þeim ÍBV byrjaði leikinn nokkuð vel þar sem Eyjakonur komust í ágætis færi og spiluðu fínan fótbolta en eftir fyrsta mark Breiðabliks hrundi þeirra leikur algjörlega. Fyrsta markið kom á 18. mínútu þegar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék lausum hala á miðjum vallarhelmingi gestanna. Karólína lét vaða á markið úr löngu færi og boltinn steinlá í netinu. Næst á svið var Agla María Albertsdóttir, hún bætti við tveimur mörkum á einni mínútu og staðan orðin 3-0 eftir 28 mínútna leik. Þrjú mörk frá heimamönnum á tíu mínútna kafla og eftir það sást ekki til sólar hjá ÍBV. Skömmu síðar skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt fyrsta mark í þessum leik og fjórða mark Breiðabliks en hún var aftur á ferðinni þegar Breiðablik skoraði fimmta markið og síðasta mark fyrri hálfleiks. 5-0 var staðan í hálfleik og hreint út sagt vandræðalegt að horfa uppá leik Eyjamanna. Breiðablik hélt áfram að sækja á vörn ÍBV og skapaði mikið af færum í upphafi síðari hálfleiks. Fyrsta mark síðari hálfleiks kom þó ekki fyrr enn á 65. mínútu. Varamaðurinn, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem hafði komið inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur skoraði þá gott mark fyrir Blikana en hún klúðraði skömmu áður dauðafæri. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði sjöunda mark heimamanna sem var afar vandræðalegt fyrir ÍBV, varnarleikur Eyjamanna var átakanlegur í þessum leik. Emma Rose Kelly minnkaði þó muninn fyrir ÍBV tæpri mínútu síðar með fallegasta marki leiksins, þrumuskot utan af velli í slána og inn og staðan því 7-1. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði Alexandra Jóhannsdóttir áttunda mark Blikanna og Berglind Björg innsiglaði þrennuna með níunda marki sinna kvenna þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka. Cloe Lacesse skoraði annað mark ÍBV undir lok leiks á meðan Blikastúlkur láu hátt uppá velli og reyndu að skora tíunda markið, en lengra komust þær ekki og lokatölur á Kópavogsvelli urðu 9-2, Blikunum í vil.Berglind Björg skoraði þrennu.vísir/daníel þórAf hverju vann Breiðablik?Þvílíkur yfirburðir sem þetta lið hafði í dag á öllum vígstöðvum. ÍBV spilaði ekki fótbolta í 75 mínútur á meðan allt gekk upp hjá Blikunum. Hverjar stóðu upp úr?Allt Breiðabliks liðið spilaði vel í leiknum eins og gefur að skilja í 9-2 sigri. Enn Berglind Björg Þorvaldsdóttir var frábær, skoraði þrennu, lagði upp mark og var hættuleg allan leikinn. Alexandra Jóhannsdóttir átti einnig góðan leik og svo er erfitt að líta framhjá Öglu Maríu Albertsdóttur sem var með tvö mörk og stoðsendingu en spilaði aðeins 50 mínútur í kvöld. Hvað gekk illa?Leikur ÍBV gjörsamlega hrundi eftir fyrsta markið en fyrst og fremst var átakanlegt að horfa uppá varnarleik ÍBV. Hvað er framundan? Í 11. umferð fá bæði lið heimaleiki, Breiðablik tekur á móti Selfyssingum á meðan ÍBV fær Keflavík í heimsókn til Vestmannaeyja.Ekkert gekk upp hjá ÍBV í kvöld.vísir/daníel þórJón Óli: Við áttum ekki roð í dagJón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, var hálf orðlaus eftir frammistöðu ÍBV í dag „Það má með sanni segja að við áttum ekki roð hér í dag. Ég bjóst kannski ekki við þessu en við vitum alveg hvernig það er að spila við Breiðablik og mæta þeim hérna á heimavelli en því miður gátum við ekki meira í dag og þá endar þetta bara svona,“ sagði Jón Óli sem bjóst við því að mæta sterku liði Breiðabliks en ekki við því að fá á sig níu mörk „Við byrjuðum ágætlega og gerðum svolítið af því sem við lögðum upp með en já við fyrsta mark þá fór hausinn af þessu hjá okkur.“ Eins og Jón Óli kemur inná þá átti ÍBV fínan leik í rúmar 15 mínútur en eftir fyrsta markið hrundi þeirra leikur eins og spilaborg og sukku þær dýpra með hverju markinu. Mörg af mörkum Breiðabliks í dag eiga ekki heima í efstu deild enn Jón Óli segir að eftir ítrekuð mistök leikmanna þá séu þetta afleiðingarnar „Ég á eftir að skoða þetta betur en menn gera risastór mistök trekk í trekk og gegn svona leikmönnum eins og Breiðablik hefur innanborðs að þá er ekki að spyrja að leikslokum“ „Við erum ekkert óvanar því að tapa stórt gegn Breiðablik og við höfum alltaf rifið okkur upp eftir það. Það er ekkert annað hægt að gera en að setja þetta að baki og byrja að horfa fram á veginn.“ sagði Jón Óli að lokum.Agla María skoraði tvívegis.vísir/daníel þórSteini: Við ræðum þessa markatölu ekki neitt„Frábær leikur og örugglega skemmtilegur“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks. „Það voru fullt af færum á báða bóga svo sem og við erum bara mjög ánægð. Ég er stoltur af því hversu vel liðið spilaði leikinn og heilt yfir var bæði leikurinn og sóknarleikurinn flottur.“ „Við vorum að skapa frá fyrstu mínútu, við héldum boltanum vel og spiluðum flottan fótbolta. Mér fannst þetta vera spurning um að halda skipulaginu varnarlega, geta þá haldið áfram að sækja svona og þá myndum við skora mörk. Enn ég bjóst ekki við þessu og þetta gerist auðvitað mjög sjaldan,“ sagði Steini sem sjálfur bjóst ekki við því að skora níu mörk á fyrirfram töldu sterku liði ÍBV „Við mætum bara í alla leiki til að vinna þá og berum virðingu fyrir andstæðingnum. Við erum ekkert að hugsa um Val sem slíkt heldur sjálfa okkur. Við erum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og reynum að gera það eins vel og við gera. Það eru forréttindi að spila fótbolta, vera í þessari stöðu og berjast um titla.“ Valur hafði níu marka forskot á Breiðablik fyrir leikinn og náðu Blikastúlkur að saxa vel á það forskot í dag. Steini segir það ekki beint pirrandi að hafa fengið á sig þessi tvö mörk og að það sé varla hægt að kvarta eftir svona leik „Það er ekki hægt að kvarta yfir því að skora níu mörk og fá svo á sig tvö. Þetta snýst bara um hvern leik fyrir sig, við ræðum þessa markatölu ekki neitt. Ég er bara sáttur með leikinn í dag og við höldum bara áfram,“ sagði Steini. „Við mætum góðu liði í næstu umferð, sem er Selfoss sem lítur vel út og þær hafa ekki verið svona góðar í mörg ár.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti