Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:56 Lögmenn Epstein óskuðu eftir því að hann yrði settur í stofufangelsi, og fengi að fara heim í 77 milljón dollara stórhýsi sitt. Vísir/AP Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16