Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 2-0 | Keflavík lyfti sér upp úr fallsæti Gabríel Sighvatsson skrifar 15. júlí 2019 22:00 Keflvíkingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. vísir/daníel Keflavík og Fylkir áttust við í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðin voru að mætast í annað sinni í deildinni og Keflavík ætlaði sér að svara fyrir 2-1 tap í fyrri leik liðanna. Fylkir kom inn í þennan leik í mjög slæmu formi og þær höfðu ekki unnið leik í tvo mánuði fyrir leikinn í kvöld. Keflavík hafði aftur á móti átt mjög góðan júnímánuð en fékk skell í síðustu umferð gegn Val. Það var hart barist í leiknum í kvöld og fyrri hálfleikurinn einkenndist af því. Það leit allt út fyrir að liðin myndu fara markalaus til búningsherbergja þegar Sophie McMahon Groff kom Keflvíkingum í forystu á 39. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn. Þetta gaf Keflavík aukinn kraft og þær byrjuðu seinni hálfleikinn betur og uppskáru annað mark eftir aðra hraða skyndisókn þar sem Sveindís Jane sýndi sprengikraft sinn þegar hún hljóp í gegnum Fylkisvörnina áður en hún hamraði boltanum í netið. Fylkisstúlkur reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og lokatölu 2-0, Keflavík í vil.Af hverju vann Keflavík?Heimakonur sýndu mikla baráttu og vilja í dag og það fór langt með leikinn fyrir þær. Þær þurftu líka að vera þolinmóðar í fyrri hálfleik en Fylkisvörnin hélt vel framan af leiks. Seinni hálfleikur var barningur og annað markið hjálpaði þeim að klára leikinn og þær gátu siglt þessu heim eftir það.Hvað gekk illa? Fylkir fékk sinn skerf af færum líka en það vantaði mikið upp á skotnýtinguna í dag. Flest færi þeirra fóru beint á markmanninn eða hittu ekki á rammann. Það var klaufalegt að fá á sig tvö mörk úr skyndisóknum, seinna markið var nánast ekki skyndisókn því þær réðu einfaldlega ekki við Sveindísi í liði Keflavíkur.Hverjir stóðu upp úr?Sveindís Jane Jónsdóttir átti enn einn góðan leik en aðrir leikmenn höfðu heldur hljótt um sig. Það var ekki margt um fína drætti í leiknum og baráttan í hávegum höfð. Cecelía Rán Rúnarsdóttir þurfti tvisvar að sækja boltann í netið en ekki hægt að sakast við hana og hún varði mörg önnur skot til að koma í veg fyrir stærra tap. Þá varði Aytac Sharifova líka skot hinum megin á vellinum til að halda hreinu fyrir Keflavík.Hvað gerist næst?Keflavík tekur þessum 3 stigum fagnandi og fara upp í 7. sætið með sigrinum. Fylkir hefur aftur á móti ekki unnið leik í tvo mánuði og þarf að fara að hala inn stigum en liðið er dottið niður í fallsæti með tapinu í dag.Gunnar Magnús var ekki alveg fullkomlega ánægður eftir leik.vísir/vilhlelmGunnar Magnús: Skrýtinn leikur„Þetta var svolítið skrýtinn leikur. Ég held ég hafi sjaldan verið svona pirraður eftir leik. Dómgæslan var alveg með ólíkindum á báða vegu,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að leikslokum. En af hverju var Gunnar svona pirraður? „Í lokin fær Sveindís gult spjald, ég er að öskra á hana að drífa sig að taka innkastið, ég vildi ná þriðja markinu. Hún var orðin eitthvað þreytt, skokkar til baka, þurrkar af boltanum, sem tekur allan leikinn og fær gult spjald. Ég var ótrúlega pirraður yfir þessu. En frammistaðan, sigurinn virkilega góður.“ Mikil barátta var í leiknum og ekki mikið um fína drætti en Keflavík náði inn tveimur mörkum og áttu sigurinn að lokum skilið. Gunnar var virkilega ánægður með heildarframmistöðuna hjá liðinu. „Við vorum að berjast við að ná þriðja markinu til að klára leikinn, þetta var barningur og barátta og virkilega sætt að ná í þrjú stig,“ sagði Gunnar. „Þetta var ekkert áferðafallegur fótbolti. Við vorum bara þétta og gáfum fá færi á okkur. Það er ekki hægt að biðja um meira, tvö mörk, halda hreinu, þrjú stig, frábært.“Kjartan sagði sigur Keflvíkinga sanngjarnan.vísir/báraKjartan: Töpuðum dýrmætum stigum„Svekkjandi að tapa hér en Keflvíkingar voru betri en við í dag, það er alveg klárt.” voru fyrstu viðbrögð Kjartans Stefánssonar, þjálfara Fylkis, eftir leik. „Fyrsta markið sem við fengum á okkur var dæmigert, það vantaði ákveðni og það var klaufalegt. Síðan eitt spretthlaup sem við töpum og það skilur liðin að í dag. Þær voru betri í fyrri hálfleik á meðan við áttum kannski betri lokamínútur.“ Fylkir fékk líka sinn skerf af færum og kom t.a.m. annað mark Keflvíkingar eftir að Fylkir hafði farið illa með dauðafæri. „Við fórum ekkert rosalega vel með okkar færi, við hittum mjög vel á markmanninn þeirra. Við þurfum að vinna betur í sóknarleiknum, það er klárt,“ sagði Kjartan. „Leikirnir sem við spilum við Keflavík hafa alltaf verið hörkuleikir og jafnir. Þetta eru alltaf 50/50 leikir og við vissum það alveg og þessi leikur var svolítið þannig.“ Þetta er virkilega mikilvæg stig sem Fylkir tapar og situr liðið nú í fallsæti og án sigurs í sjö leikjum í röð. „Við töpuðum dýrmætum stigum en það þýðir ekkert að hanga yfir það. Það eru alveg einhverjar áhyggjur af þessu en það þýðir ekkert að hafa of miklar áhyggjur. Áhyggjur hafa aldrei hjálpað manni neitt. Það sem við getum gert er að reyna að gera betur og halda okkur þar. Ef það fer þannig að við vinnum ekki leik þá stöndum við okkur bara vel á næsta ári í Inkasso,” sagði Kjartan að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Keflavík og Fylkir áttust við í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðin voru að mætast í annað sinni í deildinni og Keflavík ætlaði sér að svara fyrir 2-1 tap í fyrri leik liðanna. Fylkir kom inn í þennan leik í mjög slæmu formi og þær höfðu ekki unnið leik í tvo mánuði fyrir leikinn í kvöld. Keflavík hafði aftur á móti átt mjög góðan júnímánuð en fékk skell í síðustu umferð gegn Val. Það var hart barist í leiknum í kvöld og fyrri hálfleikurinn einkenndist af því. Það leit allt út fyrir að liðin myndu fara markalaus til búningsherbergja þegar Sophie McMahon Groff kom Keflvíkingum í forystu á 39. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn. Þetta gaf Keflavík aukinn kraft og þær byrjuðu seinni hálfleikinn betur og uppskáru annað mark eftir aðra hraða skyndisókn þar sem Sveindís Jane sýndi sprengikraft sinn þegar hún hljóp í gegnum Fylkisvörnina áður en hún hamraði boltanum í netið. Fylkisstúlkur reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og lokatölu 2-0, Keflavík í vil.Af hverju vann Keflavík?Heimakonur sýndu mikla baráttu og vilja í dag og það fór langt með leikinn fyrir þær. Þær þurftu líka að vera þolinmóðar í fyrri hálfleik en Fylkisvörnin hélt vel framan af leiks. Seinni hálfleikur var barningur og annað markið hjálpaði þeim að klára leikinn og þær gátu siglt þessu heim eftir það.Hvað gekk illa? Fylkir fékk sinn skerf af færum líka en það vantaði mikið upp á skotnýtinguna í dag. Flest færi þeirra fóru beint á markmanninn eða hittu ekki á rammann. Það var klaufalegt að fá á sig tvö mörk úr skyndisóknum, seinna markið var nánast ekki skyndisókn því þær réðu einfaldlega ekki við Sveindísi í liði Keflavíkur.Hverjir stóðu upp úr?Sveindís Jane Jónsdóttir átti enn einn góðan leik en aðrir leikmenn höfðu heldur hljótt um sig. Það var ekki margt um fína drætti í leiknum og baráttan í hávegum höfð. Cecelía Rán Rúnarsdóttir þurfti tvisvar að sækja boltann í netið en ekki hægt að sakast við hana og hún varði mörg önnur skot til að koma í veg fyrir stærra tap. Þá varði Aytac Sharifova líka skot hinum megin á vellinum til að halda hreinu fyrir Keflavík.Hvað gerist næst?Keflavík tekur þessum 3 stigum fagnandi og fara upp í 7. sætið með sigrinum. Fylkir hefur aftur á móti ekki unnið leik í tvo mánuði og þarf að fara að hala inn stigum en liðið er dottið niður í fallsæti með tapinu í dag.Gunnar Magnús var ekki alveg fullkomlega ánægður eftir leik.vísir/vilhlelmGunnar Magnús: Skrýtinn leikur„Þetta var svolítið skrýtinn leikur. Ég held ég hafi sjaldan verið svona pirraður eftir leik. Dómgæslan var alveg með ólíkindum á báða vegu,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að leikslokum. En af hverju var Gunnar svona pirraður? „Í lokin fær Sveindís gult spjald, ég er að öskra á hana að drífa sig að taka innkastið, ég vildi ná þriðja markinu. Hún var orðin eitthvað þreytt, skokkar til baka, þurrkar af boltanum, sem tekur allan leikinn og fær gult spjald. Ég var ótrúlega pirraður yfir þessu. En frammistaðan, sigurinn virkilega góður.“ Mikil barátta var í leiknum og ekki mikið um fína drætti en Keflavík náði inn tveimur mörkum og áttu sigurinn að lokum skilið. Gunnar var virkilega ánægður með heildarframmistöðuna hjá liðinu. „Við vorum að berjast við að ná þriðja markinu til að klára leikinn, þetta var barningur og barátta og virkilega sætt að ná í þrjú stig,“ sagði Gunnar. „Þetta var ekkert áferðafallegur fótbolti. Við vorum bara þétta og gáfum fá færi á okkur. Það er ekki hægt að biðja um meira, tvö mörk, halda hreinu, þrjú stig, frábært.“Kjartan sagði sigur Keflvíkinga sanngjarnan.vísir/báraKjartan: Töpuðum dýrmætum stigum„Svekkjandi að tapa hér en Keflvíkingar voru betri en við í dag, það er alveg klárt.” voru fyrstu viðbrögð Kjartans Stefánssonar, þjálfara Fylkis, eftir leik. „Fyrsta markið sem við fengum á okkur var dæmigert, það vantaði ákveðni og það var klaufalegt. Síðan eitt spretthlaup sem við töpum og það skilur liðin að í dag. Þær voru betri í fyrri hálfleik á meðan við áttum kannski betri lokamínútur.“ Fylkir fékk líka sinn skerf af færum og kom t.a.m. annað mark Keflvíkingar eftir að Fylkir hafði farið illa með dauðafæri. „Við fórum ekkert rosalega vel með okkar færi, við hittum mjög vel á markmanninn þeirra. Við þurfum að vinna betur í sóknarleiknum, það er klárt,“ sagði Kjartan. „Leikirnir sem við spilum við Keflavík hafa alltaf verið hörkuleikir og jafnir. Þetta eru alltaf 50/50 leikir og við vissum það alveg og þessi leikur var svolítið þannig.“ Þetta er virkilega mikilvæg stig sem Fylkir tapar og situr liðið nú í fallsæti og án sigurs í sjö leikjum í röð. „Við töpuðum dýrmætum stigum en það þýðir ekkert að hanga yfir það. Það eru alveg einhverjar áhyggjur af þessu en það þýðir ekkert að hafa of miklar áhyggjur. Áhyggjur hafa aldrei hjálpað manni neitt. Það sem við getum gert er að reyna að gera betur og halda okkur þar. Ef það fer þannig að við vinnum ekki leik þá stöndum við okkur bara vel á næsta ári í Inkasso,” sagði Kjartan að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti