Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Valur 0-3 | Hlín með tvö mörk í fyrsta sigri Vals á Þórsvelli í níu ár | Sjáðu mörkin Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 15. júlí 2019 20:45 Hlín skoraði tvö marka Vals. Vísir/Bára Það var hart barist á Þórsvellinum í kvöld þegar heimastúlkur í Þór/KA tóku á móti toppliði Vals í 10. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Þór/KA stjórnaði leiknum framan af og því skýtur það skökku við að segja frá því að Valskonur sigruðu leikinn með þremur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru leikmenn Þórs/KA aðgangsharðir fyrstu mínúturnar án þess þó að skapa sér almennileg færi. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir á 21. mínútu. Arna Sif Ásgrímsdóttir tapaði baráttunni við Elínu Mettu fyrir framan teig Þór/Ka og Fanndís kom þá aðvífandi og skoraði með glæsilegu skoti. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu bæði lið að halda boltanum og komust í ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum án þess að komast í tæri við markið. Staðan var því 0–1 þegar liðin gengu til búningsherbergja að fyrri hálfleik loknum. Leikmenn Þórs/KA komu vel gíraðar inn í síðari hálfleik og virtust hafa öll völd á vellinum og hefðu hæglega getað jafnað leikinn snemma í síðari hálfleik þegar Sandra Mayor komst á ferðina inn á teig Valskvenna en í stað þess að skjóta lagði hún boltann á Karen Maríu sem náði ekki nægilega góðu skoti að markinu. Á 57. mínútu urðu heimakonur fyrir áfalli þegar fyrirliði þeirra, Arna Sif Ásgrímsdóttir, virðist togna og neyddust þjálfararnir til þess að gera skiptingu og um leið riðlaðist uppstilling Þór/KA. Áfram héldu heimakonur að pressa en á 74. mínútu komust Valskonur í 0-2 þegar Hlín Eiríksdóttir skilaði boltanum í netið eftir mistök í vörn Þórs/Ka. Við það var eins og allur vindur væri úr Þór/KA og áður en yfir lauk náði Hlín að bæta við þriðja marki gestanna á 82. mínútu. Valskonur fara því með öll stigin heim á Hlíðarenda í þetta skiptið en þetta var fyrsti sigur Vals á Þórsvelli síðan árið 2010.Afhverju vann Valur? Þetta er góð spurning. Ætli einstaklingsgæðin í liði Vals hafi ekki riðið baggamuninn. Þór/Ka voru miklu sterkari aðilinn, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks eða allt þar til Valur náði að skora annað mark leiksins.Hverjar stóðu upp úr? Það verður ekki hjá því komist að nefna markaskorara kvöldsins, þær Hlín Eiríksdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur. Hjá Þór/KA voru ansi margir leikmenn að spila vel og þá einna helst Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen. Karen María Sigurgeirsdóttir heillaði sömuleiðis undirritaðan með einstaklega yfirvegaðri spilamennsku og ró á boltanum.Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa að nýta þau færi sem gáfust og þar að auki gekk þeim illa að nýta sér ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum.Hvað gerist næst? Sami mótherji bíður beggja þessara liða. Þór/KA spilar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næst komandi Laugardag gegn KR konum, í Vesturbænum. Valskonur mæta sömuleiðis KR konum í næstu umferð deildarinnar þann 23. júlí.Pétur var að vonum sáttur með sigurinn á Akureyri.vísir/báraPétur: Spiluðum upp á veikleikana hjá Þór/KA „Mér fannst bara landsliðið mæta hér til leiks af fullum krafti, nei fyrirgefðu Valsliðið, og spila þennan leik bara mjög vel á móti sterku liði Þór/KA,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals léttur í bragði í leiks lok. „Við settum kannski leikinn svolítið öðruvísi upp heldur en við höfum gert áður á móti Þór/KA. Við spiluðum kannski svolítið þeirra leik í dag,“ sagði Pétur. „Það er langt síðan Valur hefur unnið hérna. Við töpuðum hérna í fyrra og aftur um daginn í bikarnum og mér fannst við spila góða fótboltaleiki en í dag þá spiluðum við kannski svolítið öðruvísi kerfi. Spiluðum meira upp á veikleikana hjá Þór/Ka sem speglaðist í því að þær fengu svona meira að hafa boltann.“ Með sigrinum í kvöld fóru Valskonur einar á toppinn, a.m.k. tímabundið. Pétur segist vona að hans lið verði áfram þar út sumarið. „Það er stefnan allavega hjá landsliðinu að vera á toppnum þannig að ég vona að það verði áfram,“ sagði Pétur að kíminn að lokum.Donna fannst sigur Vals full stór.vísir/báraDonni: Verðum að sjá hvort hin liðin nái að stríða landsliðinu Donni Sigurðsson, þjálfari Þór/Ka, var að vonum vonsvikinn í leikslok eftir tap sinna kvenna gegn Val og sagði tapið vera gríðarleg vonbrigði. „Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik svona stórt fannst mér miðað við gang leiksins,“ sagði Donni. „Mér fannst þetta vera jafn leikur, sérstaklega fyrri hálfleikur, mjög jafn leikur og í seinni hálfleik byrjum við af miklum krafti og vorum töluvert sterkara liðið á vellinum og áttum að skora tvö mörk þar sem við fengum góð færi. Það var pínu ólukka yfir því að nýta ekki þau færi því að það kom heldur betur í bakið á okkur.“ Spurður út í það hvort að hann hefði einhverjar útskýringar á því að hans konur nái ekki að pota inn allavega einu marki í upphafi síðari hálfleiksins sagðist Donni ekki hafa þær á reiðum höndum. „Ef að þjálfarar hefðu það myndum við allir skora svakalega mörg mörk. Vissulega sköpuðum við okkur góð færi og komum mikilli pressu á þær og breyttum leikskipulaginu okkar örlítið sérstaklega varnarlega. Stundum dettur það og stundum ekki. Datt því miður ekki í dag og því fór sem fór,“ sagði Donni. Hann sagði það hafa verið gríðarlegt högg að missa Örnu Sif í meiðsli. „Þegar Arna meiðist þá riðlast skipulagið hjá okkur, sérstaklega varnarlega,“ sagði Donni. Spurður frekar út í meiðsli Örnu sagði hann að hún hafi verið slæm í kálfanum og sagðist hann vona að meiðslin væru ekki jafn slæm og síðast þegar hún meiddist á kálfa þegar hún var lengi frá. „Þórdís náttúrulega meiddist líka og Andrea var búin að vera slæm í bakinu og Bryndís eins og hún er svo við verðum bara að sjá hvernig staðan á liðinu verður í vikunni og sennilega verður lítið æft í vikunni, nema bara fara í ísbað og ná sér til baka,“ sagði Donni að auki. Lið Þór/Ka á mikilvægan leik fyrir höndum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn KR. Það mætti því ætla að erfitt verði að undirbúa liðið ef ekkert er hægt að æfa í aðdraganda leiksins. „Við æfum klárlega eitthvað og förum vel yfir KR liðið og förum yfir það sem við ætlum að gera. Það er hægt að æfa á marga vegu án þess að það sé mikið líkamlegt erfiði og við munum bara undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir þann leik,“ sagði Donni og bætti því við að KR konur fengju til að mynda einum degi skemur til undirbúa sig þar sem þær spila erfiðan leik í botnbaráttunni gegn HK/Víkingum á morgun. Þór/KA er nú 11 stigum á eftir Val og því útlit fyrir að baráttan um þann stóra sé töpuð á Donna og hans konum. Það var því ekki úr vegi að spyrja hvort bikarkeppnin væri eini möguleiki þeirra á titli þetta sumarið. „Hann er eðlilega töluvert nær en hinn bikarinn. Það munar ansi mörgum stigum núna og Valur náttúrulega tapar ekki fyrir neinu öðru liði en Breiðablik og mögulega okkur, fannst okkur, þannig að við verðum bara að sjá hvort að hin liðin nái eitthvað að stríða landsliðinu í næstu leikjum,“ sagði Donni. „Við einbeitum okkur bara að sjálfum okkur og ætlum að vinna næsta leik á laugardaginn og svo sjáum við hvernig fer bara.“ Pepsi Max-deild kvenna
Það var hart barist á Þórsvellinum í kvöld þegar heimastúlkur í Þór/KA tóku á móti toppliði Vals í 10. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Þór/KA stjórnaði leiknum framan af og því skýtur það skökku við að segja frá því að Valskonur sigruðu leikinn með þremur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru leikmenn Þórs/KA aðgangsharðir fyrstu mínúturnar án þess þó að skapa sér almennileg færi. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir á 21. mínútu. Arna Sif Ásgrímsdóttir tapaði baráttunni við Elínu Mettu fyrir framan teig Þór/Ka og Fanndís kom þá aðvífandi og skoraði með glæsilegu skoti. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu bæði lið að halda boltanum og komust í ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum án þess að komast í tæri við markið. Staðan var því 0–1 þegar liðin gengu til búningsherbergja að fyrri hálfleik loknum. Leikmenn Þórs/KA komu vel gíraðar inn í síðari hálfleik og virtust hafa öll völd á vellinum og hefðu hæglega getað jafnað leikinn snemma í síðari hálfleik þegar Sandra Mayor komst á ferðina inn á teig Valskvenna en í stað þess að skjóta lagði hún boltann á Karen Maríu sem náði ekki nægilega góðu skoti að markinu. Á 57. mínútu urðu heimakonur fyrir áfalli þegar fyrirliði þeirra, Arna Sif Ásgrímsdóttir, virðist togna og neyddust þjálfararnir til þess að gera skiptingu og um leið riðlaðist uppstilling Þór/KA. Áfram héldu heimakonur að pressa en á 74. mínútu komust Valskonur í 0-2 þegar Hlín Eiríksdóttir skilaði boltanum í netið eftir mistök í vörn Þórs/Ka. Við það var eins og allur vindur væri úr Þór/KA og áður en yfir lauk náði Hlín að bæta við þriðja marki gestanna á 82. mínútu. Valskonur fara því með öll stigin heim á Hlíðarenda í þetta skiptið en þetta var fyrsti sigur Vals á Þórsvelli síðan árið 2010.Afhverju vann Valur? Þetta er góð spurning. Ætli einstaklingsgæðin í liði Vals hafi ekki riðið baggamuninn. Þór/Ka voru miklu sterkari aðilinn, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks eða allt þar til Valur náði að skora annað mark leiksins.Hverjar stóðu upp úr? Það verður ekki hjá því komist að nefna markaskorara kvöldsins, þær Hlín Eiríksdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur. Hjá Þór/KA voru ansi margir leikmenn að spila vel og þá einna helst Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen. Karen María Sigurgeirsdóttir heillaði sömuleiðis undirritaðan með einstaklega yfirvegaðri spilamennsku og ró á boltanum.Hvað gekk illa? Þór/KA gekk illa að nýta þau færi sem gáfust og þar að auki gekk þeim illa að nýta sér ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum.Hvað gerist næst? Sami mótherji bíður beggja þessara liða. Þór/KA spilar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næst komandi Laugardag gegn KR konum, í Vesturbænum. Valskonur mæta sömuleiðis KR konum í næstu umferð deildarinnar þann 23. júlí.Pétur var að vonum sáttur með sigurinn á Akureyri.vísir/báraPétur: Spiluðum upp á veikleikana hjá Þór/KA „Mér fannst bara landsliðið mæta hér til leiks af fullum krafti, nei fyrirgefðu Valsliðið, og spila þennan leik bara mjög vel á móti sterku liði Þór/KA,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals léttur í bragði í leiks lok. „Við settum kannski leikinn svolítið öðruvísi upp heldur en við höfum gert áður á móti Þór/KA. Við spiluðum kannski svolítið þeirra leik í dag,“ sagði Pétur. „Það er langt síðan Valur hefur unnið hérna. Við töpuðum hérna í fyrra og aftur um daginn í bikarnum og mér fannst við spila góða fótboltaleiki en í dag þá spiluðum við kannski svolítið öðruvísi kerfi. Spiluðum meira upp á veikleikana hjá Þór/Ka sem speglaðist í því að þær fengu svona meira að hafa boltann.“ Með sigrinum í kvöld fóru Valskonur einar á toppinn, a.m.k. tímabundið. Pétur segist vona að hans lið verði áfram þar út sumarið. „Það er stefnan allavega hjá landsliðinu að vera á toppnum þannig að ég vona að það verði áfram,“ sagði Pétur að kíminn að lokum.Donna fannst sigur Vals full stór.vísir/báraDonni: Verðum að sjá hvort hin liðin nái að stríða landsliðinu Donni Sigurðsson, þjálfari Þór/Ka, var að vonum vonsvikinn í leikslok eftir tap sinna kvenna gegn Val og sagði tapið vera gríðarleg vonbrigði. „Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik svona stórt fannst mér miðað við gang leiksins,“ sagði Donni. „Mér fannst þetta vera jafn leikur, sérstaklega fyrri hálfleikur, mjög jafn leikur og í seinni hálfleik byrjum við af miklum krafti og vorum töluvert sterkara liðið á vellinum og áttum að skora tvö mörk þar sem við fengum góð færi. Það var pínu ólukka yfir því að nýta ekki þau færi því að það kom heldur betur í bakið á okkur.“ Spurður út í það hvort að hann hefði einhverjar útskýringar á því að hans konur nái ekki að pota inn allavega einu marki í upphafi síðari hálfleiksins sagðist Donni ekki hafa þær á reiðum höndum. „Ef að þjálfarar hefðu það myndum við allir skora svakalega mörg mörk. Vissulega sköpuðum við okkur góð færi og komum mikilli pressu á þær og breyttum leikskipulaginu okkar örlítið sérstaklega varnarlega. Stundum dettur það og stundum ekki. Datt því miður ekki í dag og því fór sem fór,“ sagði Donni. Hann sagði það hafa verið gríðarlegt högg að missa Örnu Sif í meiðsli. „Þegar Arna meiðist þá riðlast skipulagið hjá okkur, sérstaklega varnarlega,“ sagði Donni. Spurður frekar út í meiðsli Örnu sagði hann að hún hafi verið slæm í kálfanum og sagðist hann vona að meiðslin væru ekki jafn slæm og síðast þegar hún meiddist á kálfa þegar hún var lengi frá. „Þórdís náttúrulega meiddist líka og Andrea var búin að vera slæm í bakinu og Bryndís eins og hún er svo við verðum bara að sjá hvernig staðan á liðinu verður í vikunni og sennilega verður lítið æft í vikunni, nema bara fara í ísbað og ná sér til baka,“ sagði Donni að auki. Lið Þór/Ka á mikilvægan leik fyrir höndum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn KR. Það mætti því ætla að erfitt verði að undirbúa liðið ef ekkert er hægt að æfa í aðdraganda leiksins. „Við æfum klárlega eitthvað og förum vel yfir KR liðið og förum yfir það sem við ætlum að gera. Það er hægt að æfa á marga vegu án þess að það sé mikið líkamlegt erfiði og við munum bara undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir þann leik,“ sagði Donni og bætti því við að KR konur fengju til að mynda einum degi skemur til undirbúa sig þar sem þær spila erfiðan leik í botnbaráttunni gegn HK/Víkingum á morgun. Þór/KA er nú 11 stigum á eftir Val og því útlit fyrir að baráttan um þann stóra sé töpuð á Donna og hans konum. Það var því ekki úr vegi að spyrja hvort bikarkeppnin væri eini möguleiki þeirra á titli þetta sumarið. „Hann er eðlilega töluvert nær en hinn bikarinn. Það munar ansi mörgum stigum núna og Valur náttúrulega tapar ekki fyrir neinu öðru liði en Breiðablik og mögulega okkur, fannst okkur, þannig að við verðum bara að sjá hvort að hin liðin nái eitthvað að stríða landsliðinu í næstu leikjum,“ sagði Donni. „Við einbeitum okkur bara að sjálfum okkur og ætlum að vinna næsta leik á laugardaginn og svo sjáum við hvernig fer bara.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti