Barcelona keypti Frakkann fyrir 120 milljónir evra í lok síðustu vinnuviku og hann samdi við Barcelona til næstu fimm ára.
Antoine Griezmann hefur verið andstæðingur Barcelona í búningi Atlético Madrid undanfarin fimm ár og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir nýliðanna að mæta á fyrstu æfinguna í dag.
Áhugasamir fengu tækifæri til að fylgjast með Antoine Griezmann og samskiptum hans við nýju liðsfélagana því Barcelona sendi út beint frá æfingunni eins og sjá má hér fyrir neðan.