Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir morðið á hinni 26 ára Kelly Mary Fauvrelle.
Fauvrelle var gengin átta mánuði á leið en sjúkraflutningamönnum tókst að koma ófæddum syni hennar í heiminn með keisaraskurði á vettvangi glæpsins. Drengurinn, sem var gefið nafnið Riley, lést á spítala fjórum dögum síðar.
Í dag var hinn 25 ára, Aaron McKenzie ákærður fyrir morðið á Fauvrelle og manndráp á ófæddum syni hennar. Hann verður leiddur fyrir dómara á morgun. Þetta kemur fram á vef Guardian.
Maðurinn réðst á Fauvrelle í svefnherberginu hennar aðfararnótt 27. júní síðastliðinn. Öll fjölskylda Fauvrelle var á heimilinu nóttina sem hún var myrt. Tveir aðrir menn 29 og 37 ára voru grunaðir um morðið en hefur þeim nú verið sleppt.
Ákærður fyrir að hafa orðið þungaðri konu að bana

Tengdar fréttir

Þunguð kona stungin til bana í suðurhluta Lundúna
Ófrísk kona á þrítugsaldri á var stungin í bænum Croydon í suðurhluta London aðfaranótt laugardags. Konan er látin en barnið liggur nú þungt haldið á spítala.