Bleikur Trabant og gamall Citroen sjúkrabíll í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2019 21:28 Bleikur Trabant og gamall sjúkrabíl vekja hvað mest athygli gesta, sem skoða bílana hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi. Sjúkrabílinn var einnig notaður sem líkbíll, blómabíll og brauðbíll. Blaðamaður Vísis skoðaði safnið í Borgarnesi. Fornbílafélag Borgarfjarðar er með fína aðstöðu í gærukjallara gamla sláturhússins í Brákarey. Safnið var opnað 2012 og þar er að finna um þrjátíu gamla bíla af ýmsum gerðum. Á safninu eru um fjörutíu bílar, hver öðrum glæsilegri. Elsti bílinn á safninu er þessi, Ford T, árgerð 1927 „Bílarnir koma og fara eftir því hvað menn taka þá út og þá koma kannski einhverjir aðrir í staðinn, þetta er síbreytilegt safn“, segir Guðsteinn Oddsson stjórnarmaður í félaginu Tveir bílar vekja sérstaka athygli á safninu en það er gamall sjúkrabíll og bleikur Trabant „Já, við erum með Citroen gamlan sjúkrabíl, sem kom hér nýr í Borgarnes og búin að þjóna sem sjúkrabíll, líkbíll, blómabíll, brauðbíll og í allskonar hlutverkum. Svo er kona hér í Borgarnesi, sem gerði upp Trabant og málaði hann í þessum skemmtilega lit“, segir Guðsteinn.En af hverju er svona mikill áhugi fyrir gömlum bílum í Borgarbyggð? „Borgarnes hefur alltaf verið miðstöð samgangna á Vesturlandi að mörgu leyti vegna þess að vegurinn að norðan náði hingað og svo var það skipið suður, þannig að í upphafi fóru rúturnar og öll umferðin frá Borgarnesi og vestur úr og norður úr áður en vegurinn kom fyrir Hvalfjörð“. Guðsteinn er stoltur af fornbílasafninu og starfseminni hjá Fornbílafélaginu enda margir, sem koma í heimsókn til að skoða bílana. „Já, það koma hér nokkur þúsund á hverju ári og eins er stærsti viðburðurinn okkar er stór bílasýning, sem við erum með í samstarfi við móturhjólaklúbbinn Raftana í Borgarnesi, þá koma þrjú til fjögur þúsund manns í eyjuna þá helgi, sem er önnur helgin í maí, það er lang stærsti viðburðurinn okkar“.Bleiki Trabantinn vekur alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða sýninguna.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonFjölbreytt úrval af bílum eru á sýningunni hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bílar Borgarbyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bleikur Trabant og gamall sjúkrabíl vekja hvað mest athygli gesta, sem skoða bílana hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi. Sjúkrabílinn var einnig notaður sem líkbíll, blómabíll og brauðbíll. Blaðamaður Vísis skoðaði safnið í Borgarnesi. Fornbílafélag Borgarfjarðar er með fína aðstöðu í gærukjallara gamla sláturhússins í Brákarey. Safnið var opnað 2012 og þar er að finna um þrjátíu gamla bíla af ýmsum gerðum. Á safninu eru um fjörutíu bílar, hver öðrum glæsilegri. Elsti bílinn á safninu er þessi, Ford T, árgerð 1927 „Bílarnir koma og fara eftir því hvað menn taka þá út og þá koma kannski einhverjir aðrir í staðinn, þetta er síbreytilegt safn“, segir Guðsteinn Oddsson stjórnarmaður í félaginu Tveir bílar vekja sérstaka athygli á safninu en það er gamall sjúkrabíll og bleikur Trabant „Já, við erum með Citroen gamlan sjúkrabíl, sem kom hér nýr í Borgarnes og búin að þjóna sem sjúkrabíll, líkbíll, blómabíll, brauðbíll og í allskonar hlutverkum. Svo er kona hér í Borgarnesi, sem gerði upp Trabant og málaði hann í þessum skemmtilega lit“, segir Guðsteinn.En af hverju er svona mikill áhugi fyrir gömlum bílum í Borgarbyggð? „Borgarnes hefur alltaf verið miðstöð samgangna á Vesturlandi að mörgu leyti vegna þess að vegurinn að norðan náði hingað og svo var það skipið suður, þannig að í upphafi fóru rúturnar og öll umferðin frá Borgarnesi og vestur úr og norður úr áður en vegurinn kom fyrir Hvalfjörð“. Guðsteinn er stoltur af fornbílasafninu og starfseminni hjá Fornbílafélaginu enda margir, sem koma í heimsókn til að skoða bílana. „Já, það koma hér nokkur þúsund á hverju ári og eins er stærsti viðburðurinn okkar er stór bílasýning, sem við erum með í samstarfi við móturhjólaklúbbinn Raftana í Borgarnesi, þá koma þrjú til fjögur þúsund manns í eyjuna þá helgi, sem er önnur helgin í maí, það er lang stærsti viðburðurinn okkar“.Bleiki Trabantinn vekur alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða sýninguna.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonFjölbreytt úrval af bílum eru á sýningunni hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bílar Borgarbyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira