Efast um tölurnar í dómnum Ari Brynjólfsson skrifar 13. júlí 2019 07:00 Málið kom upp vorið 2018. Lögreglan lagði hald á gögn í október og dómur féll síðan í júní. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
„Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01