Bakari fyrir smið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar