Kænn hvati Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júlí 2019 08:00 Helsta nýmælið í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna er að þeir sem ljúka prófgráðu innan tilskilins tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30 prósentum af höfuðstól námsláns. Umræðan meðal hagsmunahópa stúdenta, er stundum á þá leið að eini opinberi stuðningurinn við háskólanema sé námslánakerfið. Því fer fjarri. Háskólarnir – Háskóli Íslands sérstaklega – eru opinberar stofnanir, reknar að stærstum hluta fyrir opinbert fé. Háskólastúdentar greiða skrásetningargjald sem ekki stendur undir nema broti af kostnaði. Lánasjóðurinn í núverandi mynd veitir afslátt með vaxtaívilnun, og þarf að þola afskriftir vegna þeirra sem ekki endist aldur til endurgreiðslu. Vel má velta fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland sé of metnaðarfullt á háskólasviðinu, eins öfugsnúið og það hljómar. Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar námsgreinar. Kannski ætti að einbeita sér að kjarnagreinum og hvetja fólk til að fara utan til að sækja sér annað nám. Utanfarar snúa heim og með gullvæga reynslu, landi og þjóð til heilla. Í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur kemur fram að á síðustu árum hafi meðallán hjá LÍN hækkað. Námsmenn eru lengur í námi og sækja lengra og dýrara nám. Þeir eru eldri að jafnaði. Þó hefur hlutfall þeirra sem sækja nám í útlöndum lækkað. Háskólastúdentar taka sér lengri tíma en áður til að ljúka námi hér heima og sækja síður út. Hvorugt er æskilegt. Enginn græðir á því að fólk ílengist í námi. Droll í háskóla í stað þess að sækja sér iðnmenntun eða launavinnu er engum til góðs. Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúdentsins. Frumvarp Lilju tekur á þessu. Með því að breyta hluta námslána til þeirra sem klára á tilsettum tíma í styrk, er fólk hvatt til að klára á réttum tíma. Frumvarpið gerir líka metnaðarfullum stúdentum auðveldara að sækja nám erlendis, enda eftir miklu að slægjast að fá 30 prósent lána felld niður. Munar um minna. Nám við bestu háskóla erlendis er oft dýrt – kostnaðurinn óyfirstíganleg hindrun fyrir suma. Einhverjir munu gagnrýna útfærsluna á styrknum með þeim rökum að ekki sé ástæða til að niðurgreiða menntun frekar. En það er örugglega dýrara þegar upp er staðið að fólk fari sér óþarflega hægt í námi. Frumvarpið tekur á því og hvetur fólk til að flýta för. Þegar rætt erum lánamál á Íslandi er gjaldmiðillinn alltaf fíllinn í herberginu. Mesta kjarabótin til langs tíma fyrir stúdenta og aðra lántaka á Íslandi væri að Ísland yrði hluti af stærra myntsvæði með stöðugri gjaldmiðli. Engin lausn er hins vegar í sjónmáli í þeim efnum. Ráðherra virðist nýta tólin sem hún hefur skynsamlega. Ef nýtt námslánakerfi verður til þess að flýta för stúdenta og hvetja þá til að leita reynslu út fyrir landsteinana er til mikils unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Námslán Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Helsta nýmælið í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna er að þeir sem ljúka prófgráðu innan tilskilins tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30 prósentum af höfuðstól námsláns. Umræðan meðal hagsmunahópa stúdenta, er stundum á þá leið að eini opinberi stuðningurinn við háskólanema sé námslánakerfið. Því fer fjarri. Háskólarnir – Háskóli Íslands sérstaklega – eru opinberar stofnanir, reknar að stærstum hluta fyrir opinbert fé. Háskólastúdentar greiða skrásetningargjald sem ekki stendur undir nema broti af kostnaði. Lánasjóðurinn í núverandi mynd veitir afslátt með vaxtaívilnun, og þarf að þola afskriftir vegna þeirra sem ekki endist aldur til endurgreiðslu. Vel má velta fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland sé of metnaðarfullt á háskólasviðinu, eins öfugsnúið og það hljómar. Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar námsgreinar. Kannski ætti að einbeita sér að kjarnagreinum og hvetja fólk til að fara utan til að sækja sér annað nám. Utanfarar snúa heim og með gullvæga reynslu, landi og þjóð til heilla. Í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur kemur fram að á síðustu árum hafi meðallán hjá LÍN hækkað. Námsmenn eru lengur í námi og sækja lengra og dýrara nám. Þeir eru eldri að jafnaði. Þó hefur hlutfall þeirra sem sækja nám í útlöndum lækkað. Háskólastúdentar taka sér lengri tíma en áður til að ljúka námi hér heima og sækja síður út. Hvorugt er æskilegt. Enginn græðir á því að fólk ílengist í námi. Droll í háskóla í stað þess að sækja sér iðnmenntun eða launavinnu er engum til góðs. Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúdentsins. Frumvarp Lilju tekur á þessu. Með því að breyta hluta námslána til þeirra sem klára á tilsettum tíma í styrk, er fólk hvatt til að klára á réttum tíma. Frumvarpið gerir líka metnaðarfullum stúdentum auðveldara að sækja nám erlendis, enda eftir miklu að slægjast að fá 30 prósent lána felld niður. Munar um minna. Nám við bestu háskóla erlendis er oft dýrt – kostnaðurinn óyfirstíganleg hindrun fyrir suma. Einhverjir munu gagnrýna útfærsluna á styrknum með þeim rökum að ekki sé ástæða til að niðurgreiða menntun frekar. En það er örugglega dýrara þegar upp er staðið að fólk fari sér óþarflega hægt í námi. Frumvarpið tekur á því og hvetur fólk til að flýta för. Þegar rætt erum lánamál á Íslandi er gjaldmiðillinn alltaf fíllinn í herberginu. Mesta kjarabótin til langs tíma fyrir stúdenta og aðra lántaka á Íslandi væri að Ísland yrði hluti af stærra myntsvæði með stöðugri gjaldmiðli. Engin lausn er hins vegar í sjónmáli í þeim efnum. Ráðherra virðist nýta tólin sem hún hefur skynsamlega. Ef nýtt námslánakerfi verður til þess að flýta för stúdenta og hvetja þá til að leita reynslu út fyrir landsteinana er til mikils unnið.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar