90 sólskinsstundir í Reykjavík það sem af er júlímánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:16 Sólin hefur látið sjá sig í sumar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Meðalhiti fyrstu dagana í júlí er 11,6 stig. Það er 1,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum fyrir ofan meðallag síðustu tíu ára. Þetta kemur fram á bloggsvæði Trausta Jónssonar, veðurfræðings, þar sem hann fjallar um tíðarfarið fyrstu tíu daga júlímánaðar. Eins og höfuðborgarbúar hafa orðið varir við hefur veðrið verið með miklum ágætum undanfarið. Það sést meðal annars á fjölda sólskinsstunda það sem af er júlí þar sem 90 sólskinsstundir hafa mælst. Það er 35 umfram meðallag sömu daga og er fjöldinn í 11. sæti á lista sem nær til 109 ára að sögn Trausta. Flestar sólskinsstundir fyrstu tíu dagana í júlí voru árið 1957, alls 131,4, en fæstar árið 1977, einungis 5,2. Hvað hitann í Reykjavík varðar eru dagarnir tíu þeir 8. hlýjustu á öldinni. „Hlýjastir voru sömu dagar árið 2009, 13,4 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 9,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er meðalhitinn í 32.sæti. Hlýjast var sömu daga 1991, +14,0 stig, en kaldast 1874, meðalhiti +7,6 stig (sú tala að vísu nokkuð óviss), næstlægstir eru sömu dagar 1892 þegar meðalhitinn var 7,8 stig. Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 10,0 stig, -0,1 stigi neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára víða um landið suðvestan- og vestanvert, en annars undir því. Mest er jákvæða vikið í Bláfjallaskála, +0,9 stig. Kaldast að tiltölu er á Gagnheiði þar sem hiti er -2,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára,“ segir Trausti á bloggsvæði sínu.Veðurhorfur næstu daga eru svo þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands:Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og stöku skúrir, en bjart veður NA-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.Dálítil rigning á SA-landi á morgun, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og skúrir á víð og dreif síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.Á laugardag:Sunnan 3-8, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum austan til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og rigning eða súld, en þurrt norðaustan til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á mánudag og þriðjudag:Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast um landið NA-vert. Reykjavík Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Meðalhiti fyrstu dagana í júlí er 11,6 stig. Það er 1,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum fyrir ofan meðallag síðustu tíu ára. Þetta kemur fram á bloggsvæði Trausta Jónssonar, veðurfræðings, þar sem hann fjallar um tíðarfarið fyrstu tíu daga júlímánaðar. Eins og höfuðborgarbúar hafa orðið varir við hefur veðrið verið með miklum ágætum undanfarið. Það sést meðal annars á fjölda sólskinsstunda það sem af er júlí þar sem 90 sólskinsstundir hafa mælst. Það er 35 umfram meðallag sömu daga og er fjöldinn í 11. sæti á lista sem nær til 109 ára að sögn Trausta. Flestar sólskinsstundir fyrstu tíu dagana í júlí voru árið 1957, alls 131,4, en fæstar árið 1977, einungis 5,2. Hvað hitann í Reykjavík varðar eru dagarnir tíu þeir 8. hlýjustu á öldinni. „Hlýjastir voru sömu dagar árið 2009, 13,4 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 9,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er meðalhitinn í 32.sæti. Hlýjast var sömu daga 1991, +14,0 stig, en kaldast 1874, meðalhiti +7,6 stig (sú tala að vísu nokkuð óviss), næstlægstir eru sömu dagar 1892 þegar meðalhitinn var 7,8 stig. Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 10,0 stig, -0,1 stigi neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára víða um landið suðvestan- og vestanvert, en annars undir því. Mest er jákvæða vikið í Bláfjallaskála, +0,9 stig. Kaldast að tiltölu er á Gagnheiði þar sem hiti er -2,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára,“ segir Trausti á bloggsvæði sínu.Veðurhorfur næstu daga eru svo þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands:Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og stöku skúrir, en bjart veður NA-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.Dálítil rigning á SA-landi á morgun, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og skúrir á víð og dreif síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.Á laugardag:Sunnan 3-8, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum austan til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og rigning eða súld, en þurrt norðaustan til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á mánudag og þriðjudag:Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast um landið NA-vert.
Reykjavík Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira