Segir viðurlög við framleigu íbúða mjög skýr Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15
Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06