Kawhi Leonard getur yfirgefið Clippers eftir aðeins tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2019 21:30 Kawhi Leonard. Getty/Vaughn Ridley Kawhi Leonard gerði „bara“ þriggja ára samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur nú skrifað undir hjá nýja félaginu sínu. Kawhi Leonard gerði þó ekki fjögurra ára samning eins og flestir voru að velta fyrir sér og þá ræður hann sjálfur hvort hann taki þriðja og síðasta árið í samningnum. Þetta þýðir að Kawhi Leonard getur aftur verið laus allra mála sumarið 2021 gangi dæmið ekki upp með liði Los Angeles Clippers. Leonard valdi Los Angeles Clippers eftir að félagið fékk til sín góðvin hans Paul George. Paul George var nýbúinn að skrifa undir samning við Oklahoma City Thunder sem náði til ársins 2022. Paul George getur samt eins og Leonard losnað undan síðasta ári sínu í samningnum. Kawhi Leonard og Paul George gætu því báðir verið með lausa samninga sumarið 2021.Kawhi Leonard has signed his Los Angeles Clippers contract — a three-year, $103M maximum contract with a player option in the third season, league sources tell @TheAthleticNBA@Stadium. — Shams Charania (@ShamsCharania) July 10, 2019Kawhi Leonard fær 103 milljónir dollara fyrir þennan þriggja ára samning eða sem jafngildir 13 milljörðum íslenskra króna. Los Angeles Clippers hafði betur í baráttunni við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors um undirskrift Kawhi Leonard. Kawhi Leonard er 28 ára gamall og hefur bæði orðið NBA-meistari með San Antonio Spurs og Toronto Raptors. Í bæði skiptin var hann líka kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard er frábær leikmaður á báðum endum vallarins en hann var með 30,5 stig, 9,1 frákast og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni með Toronto Raptors. Leonard hefur skorað fleiri stig að meðaltali á ferlinum í úrslitakeppninni (19,6) heldur en í deildarkeppninni (17,7). Hann var tvisvar kosinn varnarmaður ársins (2015 og 2016).Sets Kawhi up to get the coveted 10+ year max in 2021, worth 35% of the cap or an estimated 4-yr/$196M deal. Kyrie Irving and Jimmy Butler both passed up that chance, instead signing for 4 years. If Kawhi stayed with TOR on 2+1, he could have gotten 5-yr/$250M. https://t.co/IDUmDj8mIr — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) July 10, 2019 NBA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira
Kawhi Leonard gerði „bara“ þriggja ára samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur nú skrifað undir hjá nýja félaginu sínu. Kawhi Leonard gerði þó ekki fjögurra ára samning eins og flestir voru að velta fyrir sér og þá ræður hann sjálfur hvort hann taki þriðja og síðasta árið í samningnum. Þetta þýðir að Kawhi Leonard getur aftur verið laus allra mála sumarið 2021 gangi dæmið ekki upp með liði Los Angeles Clippers. Leonard valdi Los Angeles Clippers eftir að félagið fékk til sín góðvin hans Paul George. Paul George var nýbúinn að skrifa undir samning við Oklahoma City Thunder sem náði til ársins 2022. Paul George getur samt eins og Leonard losnað undan síðasta ári sínu í samningnum. Kawhi Leonard og Paul George gætu því báðir verið með lausa samninga sumarið 2021.Kawhi Leonard has signed his Los Angeles Clippers contract — a three-year, $103M maximum contract with a player option in the third season, league sources tell @TheAthleticNBA@Stadium. — Shams Charania (@ShamsCharania) July 10, 2019Kawhi Leonard fær 103 milljónir dollara fyrir þennan þriggja ára samning eða sem jafngildir 13 milljörðum íslenskra króna. Los Angeles Clippers hafði betur í baráttunni við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors um undirskrift Kawhi Leonard. Kawhi Leonard er 28 ára gamall og hefur bæði orðið NBA-meistari með San Antonio Spurs og Toronto Raptors. Í bæði skiptin var hann líka kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard er frábær leikmaður á báðum endum vallarins en hann var með 30,5 stig, 9,1 frákast og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni með Toronto Raptors. Leonard hefur skorað fleiri stig að meðaltali á ferlinum í úrslitakeppninni (19,6) heldur en í deildarkeppninni (17,7). Hann var tvisvar kosinn varnarmaður ársins (2015 og 2016).Sets Kawhi up to get the coveted 10+ year max in 2021, worth 35% of the cap or an estimated 4-yr/$196M deal. Kyrie Irving and Jimmy Butler both passed up that chance, instead signing for 4 years. If Kawhi stayed with TOR on 2+1, he could have gotten 5-yr/$250M. https://t.co/IDUmDj8mIr — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) July 10, 2019
NBA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira