Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 13:37 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. mynd/te Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi. Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi.
Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira