Landvernd, höldum staðreyndunum til haga! Ásgeir Margeirsson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar