Arnar: Ætla ekki að bulla um hvað við vorum æðislegir því við vorum það ekki Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 29. júlí 2019 22:17 Arnar á hliðarlínunni. vísir/bára „Við vorum lélegir í kvöld. Blikarnir settu okkur undir mikla pressu og við vorum að ströggla nær allan leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, eftir 3-2 sigur á Breiðablik í frábærum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Víkingur komust 1-0 yfir og 2-1 en í tvígang komu Blikarnir til baka. Guðmundur Andri Tryggvason tryggði svo Blikunum sigurinn. „Eftir úrslitin í gær þá voru við smá þjakaðir af spennu og það voru bara einstaklings gæði í leiknum sem skiluðu sigrinum. Guðmundur Andri með tvö frábær mörk.“ „Ég verð að vera heiðarlegur við mína leikmenn og ætla ekki að bulla eitthvað um það hvað við vorum æðislegir í kvöld því að við vorum það ekki.“ Þrjú mörk litu dagsins ljós á tveimur mínútum í siðari hálfleik og Arnar var ekki parsáttur með það. „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn og við sýndum karakter en við gerðum nánast allt til þess að glutra forystunni niður, þeir skora sekúndu á eftir okkur. Um leið og þú skorar þá viltu fá fókus á liði, þú vilt að þínir reynslumestu menn segi kjúklingunum til.“ „Ég á bara við að í svona leikjum ertu að læra svo mikið, þú ert að stíga upp sem leikmaður, verður að þora að fá boltann og mátt ekki vera hræddur við að gera mistök. Við vorum svolítið inní okkur og ólíkir sjálfum okkur í öllum aðgerðum.“ „Enn við vorum bara ekki góðir, bara sorry. Ég gæti óskað þess að ég gæti sagt annað en ég er bara fullkomnisti og vill vinna leikinn á réttann hátt, við vorum lélega liðið í kvöld en unnum, þetta var skrítin fótboltaleikur.“ „Við unnum auðvitað leikinn og skoruðum þrjú góð mörk, en ég hef áhyggjur af því hvað við vorum daprir í kvöld.“ Með sigrinum lyftu Víkingar sér úr fallsæti en einungis sex stigum munar á liðinu í ellefta sæti og þriðja sæti. „Það stefnir í met stigafjölda hjá því liði sem er að fara að falla og það er líka, eins fáranlega og það hljómar, stutt í Evrópusætið. Við erum í hörkubaráttu við það að falla, komast í Evrópusæti og svo erum við í undanúrslitum í bikar líka.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
„Við vorum lélegir í kvöld. Blikarnir settu okkur undir mikla pressu og við vorum að ströggla nær allan leikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, eftir 3-2 sigur á Breiðablik í frábærum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Víkingur komust 1-0 yfir og 2-1 en í tvígang komu Blikarnir til baka. Guðmundur Andri Tryggvason tryggði svo Blikunum sigurinn. „Eftir úrslitin í gær þá voru við smá þjakaðir af spennu og það voru bara einstaklings gæði í leiknum sem skiluðu sigrinum. Guðmundur Andri með tvö frábær mörk.“ „Ég verð að vera heiðarlegur við mína leikmenn og ætla ekki að bulla eitthvað um það hvað við vorum æðislegir í kvöld því að við vorum það ekki.“ Þrjú mörk litu dagsins ljós á tveimur mínútum í siðari hálfleik og Arnar var ekki parsáttur með það. „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn og við sýndum karakter en við gerðum nánast allt til þess að glutra forystunni niður, þeir skora sekúndu á eftir okkur. Um leið og þú skorar þá viltu fá fókus á liði, þú vilt að þínir reynslumestu menn segi kjúklingunum til.“ „Ég á bara við að í svona leikjum ertu að læra svo mikið, þú ert að stíga upp sem leikmaður, verður að þora að fá boltann og mátt ekki vera hræddur við að gera mistök. Við vorum svolítið inní okkur og ólíkir sjálfum okkur í öllum aðgerðum.“ „Enn við vorum bara ekki góðir, bara sorry. Ég gæti óskað þess að ég gæti sagt annað en ég er bara fullkomnisti og vill vinna leikinn á réttann hátt, við vorum lélega liðið í kvöld en unnum, þetta var skrítin fótboltaleikur.“ „Við unnum auðvitað leikinn og skoruðum þrjú góð mörk, en ég hef áhyggjur af því hvað við vorum daprir í kvöld.“ Með sigrinum lyftu Víkingar sér úr fallsæti en einungis sex stigum munar á liðinu í ellefta sæti og þriðja sæti. „Það stefnir í met stigafjölda hjá því liði sem er að fara að falla og það er líka, eins fáranlega og það hljómar, stutt í Evrópusætið. Við erum í hörkubaráttu við það að falla, komast í Evrópusæti og svo erum við í undanúrslitum í bikar líka.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur - Breiðablik 3-2 | Langþráður sigur Víkinga Fyrsti sigur Víkinga í rúman mánuð. 29. júlí 2019 22:00