Sögusagnir höfðu verið um að Kristján Flóki hafi verið að velja á milli uppeldisfélagsins FH og svo KR en hann valdi KR að endingu.
Hann gerði fjögurra ára samning við félagið en hann bætist við sterkt lið KR sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar. KR-ingar birtu svo mynd af Kristjáni í KR-búningnum í dag.
Vertu velkominn á Meistaravelli Kristján Flóki Finnbogason! #allirsemeinnpic.twitter.com/v6G5dj7N3U
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 29, 2019
KR er á toppi deildarinnar með 33 stig, með tíu stigum meira en Breiðablik, sem spilar nú við Víking.
Vesturbæjarstórveldið er einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem liðið mætir FH þann 14. ágúst. Kristján Flóki snýr þá aftur í Kaplakrika.