Lík fannst í húsi í eigu Mohameds Elneny, leikmanns Arsenal, í Egyptalandi.
Faðir Elnenys, Nasser, fann líkið þegar hann kom við í húsinu sem er í borginni Mahalla al-Kubra sem er um 100 kílómetra norðan við Kairó.
Lögreglunni var tilkynnt um líkfundinn. Samkvæmt upplýsingum frá henni ætlaði maðurinn að stela rafstrengjum. Það tókst ekki betur en svo að hann fékk rafstuð og dó.
Húsið, þar sem líkið fannst, er nýtt og Elneny-fjölskyldan gaf það nýverið til góðgerðamála.
Elneny fékk upplýsingar um líkfundinn símleiðis. Hann er nýkominn aftur til æfinga hjá Arsenal eftir Afríkukeppnina í Egyptalandi.
Lík fannst í húsi leikmanns Arsenal
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn