Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bíls sem kviknað hafði í við Seljaskóla.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk slökkvistarf vel fyrir sig og er nú lokið. Unnið er að frágangi á vettvangi en bíllinn er ónýtur eftir eldinn.
Ekki er vitað hvort einhver hafi verið í bílnum þegar eldurinn kom upp.
Bíll brann við Seljaskóla
Sylvía Hall skrifar

Mest lesið

„Fólk er að deyja út af þessu“
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent



