Stjórnvöld sýna bágstöddum lítilsvirðingu segir formaður Fjölskylduhjálpar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:30 Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira