Enski boltinn

Klopp: Lifum ekki í draumalandi eins og Manchester City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp hress.
Klopp hress. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið lifi ekki í draumalandi eins og nokkur félög í heiminum. Félagið þurfi að passa hversu miklum peningum það eyðir.

Liverpool eyddi 113 milljónum punda síðasta sumar er liðið keypti Naby Keita, Alisson og Xherdan Shaqiri en sumarið í ár hefur verið rólegra. Félagið hefur „bara“ nælt í unglingana Harvey Elliott og Sepp van den Berg.

Á meðan hefur Manchester City verið að styrkja sitt lið og stefna á þriðja Englandsmeistaratitilinn í röð en City keypti meðal annars hinn spænska Rodri á 62 milljónir punda í sumar.

„Ég get ekki sagt neitt um hvað önnur félög er að gera því ég veit ekki hvernig þau eru að gera þetta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir æfingarleik gegn Napoli síðar í dag.

„Við verðum að borga reikninga. Fyrirgefiði mér. Allir þurfa að borga reikninga. Við eyddum peningum í þetta lið. Núna lítur það út fyrir að við séum ekki að því en við erum ekki í draumalandi þar sem þú færð allt sem þú vilt.“







„Við getum ekki stöðugt gert það. Það lítur út fyrir að það séu fjögur félög í heiminum sem geta eytt stöðugt. Real, Barcelona, City og PSG. Það sem þau þurfa, gera þau. Þú getur ekki keppt við það. Það er staðan.“

„Þetta er ekki gagnrýni. Ég veit hvernig fólk mun taka þessu; að ég sé afbrýðisamur eða hvað sem er. Ég er alls ekki afbrýðisamur. Það er ekki staðfest að við vininum Leicester með snjó á vellinum ef við kaupum fimm nýja leikmenn,“ sagði Þjóðverjinn.

Liverpool mætir Napoli í æfingarleik í dag en leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×