Fólk svangt en engar matarúthlutanir Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 27. júlí 2019 07:15 Opið er hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í allt sumar. Fréttablaðið/GVA „Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira