VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:03 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00