Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 28. júlí 2019 22:00 Patrick Pedersen skoraði sigurmark Vals. vísir/bára Íslandsmeistarar Vals gerðu góða ferð upp á skaga í kvöld þegar liðið mætti ÍA. Valsmenn urðu að ná sér í 3 stig til að komast nær liðunum í Evrópusætunum. Það hófst en Valur vann leikinn 2-1. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað á blautum vellinum en heimamenn áttu fyrsta hættulega færi leiksins en það kom á 9. mínútu leiksins. Þá átti Aron Kristófer Lárusson góða fyrirgjöf frá vinstri kantinum, beint á hausinn á Viktor Jónsson sem átti fínan skalla en boltinn rétt yfir markið! Stuttu seinna kom fyrsta mark leiksins. Arnór Snær Guðmundsson átti þá glórulaus mistök í vörn skagamanna. Hann var allt of lengi að koma boltanum frá sér og Valsmenn stálu boltanum af honum, Kristinn Freyr var kominn einn á móti Árna en var óeigingjarn og renndi boltanum til hliðar þar sem Sigurður Egill Lárusson kom á ferðinni og setti boltann örugglega í netið, 1-0 fyrir gestina. Það er samt mikill karakter í heimamönnum og þeir voru fljótir að jafna leikinn þegar Hallur Flosason skoraði með skalla á 24. mínútu leiksins. Skagamenn áttu þá hornspyrnu sem rataði á Stefán Teit Þórðarson, hann gaf boltann inn í markteiginn þar sem Hallur var einn og óvaldaður og hann átti ekki miklum vandræðum með að skalla boltann inn. Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór einnig nokkuð rólega af stað en Valsmenn komust yfir um miðjan hálfleikinn þegar Arnar Már Guðjónsson gerði sig sekan um að brjóta klaufalega á Patrick Pedersen inn í vítateig ÍA og víti réttilega dæmt. Pedersen fór sjálfur á punktinn og sendi Árna Snæ örugglega í rangt horn. 2-1 fyrir Valsmenn. Skagamenn sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og þá sérstaklega undir lokin en inn vildi boltinn ekki og Valsmenn fögnuðu innilega í leikslok en þessi sigur fleytir þeim upp í 4. sæti deildarinnar en þeir eru aðeins tveimur stigum á eftir ÍA sem er í 3. sætinu. Af hverju vann Valur?Það munaði ekki miklu á liðunum í kvöld en Valsmenn voru þéttir fyrir eftir að þeir komust yfir og gáfu ekki mörg færi á sér. Þeir gerðu nóg sóknarlega og það skilaði þessu fyrir liðið í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Hjá gestunum var Kristinn Freyr Sigurðsson flottur sóknarlega. Hann var hættulegur þegar hann fékk boltann og lagði upp fyrsta markið. Vörnin var þétt og Hannes var góður í markinu. Hjá ÍA var Stefán Teitur Þórðarson öflugur á miðjunni og Hallur Flosason sem kom inn fyrir meiddan Óttar Bjarna var flottur í miðverðinum.Hvað gekk illa?ÍA átti í erfiðleikum með að ná skotum á markið. Þeir komust í nokkur ákjósanleg færi en náðu ekki að setja of mikla pressu á Hannes í markinu. Þeir verða að nýta færin betur ef þeir ætla sér að vinna leiki.Hvað gerist næst?Valsmenn henda sér til Búlgaríu og mæta Ludogorets í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Eftir það mæta þeir Fylki á heimavelli þann 7. ágúst. Skagamenn fara í Kaplakrika þann 6. ágúst og mæta særðum FH-ingum.Jóhannes Karl var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn.vísir/daníelJóhannes Karl: Valsmenn fengu tvö gefins mörk Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tapið í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.Ólafur var alsæll með sigurinn á Akranesi.vísir/daníelÓli Jó: Illa nauðsynlegur sigurÓlafur Jóhannesson þjálfari Vals var gríðarlega sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld. Sigurinn hleypur Valsmönnum nær evrópusæti. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Hann færir okkur aðeins hærra, þrjú stig og það er bara geggjað. Ég er ánægður með alla sigra en þessi var illa nauðsynlegur og hafðist eftir mikla baráttu,“ sagði Ólafur. „Þetta Skagalið er geggjað lið og við verðum að hrósa þeim, völlurinn frábær í dag og þetta var bara mjög skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vals, meiddist í upphitun og gat ekki spilað í dag. Óli talaði um að hann hafi fengið tak og það væri ekki útséð með það hvort hann geti spilað á fimmtudag í Evrópudeildinni. „Hann fékk eitthvað tak en ég er ekki byrjaður að pæla í því hvort hann geti spilað á fimmtudaginn, nei nei ég held að þetta sé bara eitthvað smávægilegt en við erum með stóran hóp og meðan menn eru tæpir þá notum við þá ekki.“ Óli er spenntur fyrir ferðalaginu til Búlgaríu og hlakkar til að takast á við bæði Ludogorets og veðrið. „Já það er mjög gott að taka þrjú stig fyrir ferðalagið til Búlgaríu, nú hittumst við klukkan þrjú í nótt og leggjum af stað. Það er líka fínt að komast út til útlanda í gott veður, mér skilst það sé hitabylgja og allir fá lit og svona en erfiður leikur samt sem áður,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla
Íslandsmeistarar Vals gerðu góða ferð upp á skaga í kvöld þegar liðið mætti ÍA. Valsmenn urðu að ná sér í 3 stig til að komast nær liðunum í Evrópusætunum. Það hófst en Valur vann leikinn 2-1. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað á blautum vellinum en heimamenn áttu fyrsta hættulega færi leiksins en það kom á 9. mínútu leiksins. Þá átti Aron Kristófer Lárusson góða fyrirgjöf frá vinstri kantinum, beint á hausinn á Viktor Jónsson sem átti fínan skalla en boltinn rétt yfir markið! Stuttu seinna kom fyrsta mark leiksins. Arnór Snær Guðmundsson átti þá glórulaus mistök í vörn skagamanna. Hann var allt of lengi að koma boltanum frá sér og Valsmenn stálu boltanum af honum, Kristinn Freyr var kominn einn á móti Árna en var óeigingjarn og renndi boltanum til hliðar þar sem Sigurður Egill Lárusson kom á ferðinni og setti boltann örugglega í netið, 1-0 fyrir gestina. Það er samt mikill karakter í heimamönnum og þeir voru fljótir að jafna leikinn þegar Hallur Flosason skoraði með skalla á 24. mínútu leiksins. Skagamenn áttu þá hornspyrnu sem rataði á Stefán Teit Þórðarson, hann gaf boltann inn í markteiginn þar sem Hallur var einn og óvaldaður og hann átti ekki miklum vandræðum með að skalla boltann inn. Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór einnig nokkuð rólega af stað en Valsmenn komust yfir um miðjan hálfleikinn þegar Arnar Már Guðjónsson gerði sig sekan um að brjóta klaufalega á Patrick Pedersen inn í vítateig ÍA og víti réttilega dæmt. Pedersen fór sjálfur á punktinn og sendi Árna Snæ örugglega í rangt horn. 2-1 fyrir Valsmenn. Skagamenn sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og þá sérstaklega undir lokin en inn vildi boltinn ekki og Valsmenn fögnuðu innilega í leikslok en þessi sigur fleytir þeim upp í 4. sæti deildarinnar en þeir eru aðeins tveimur stigum á eftir ÍA sem er í 3. sætinu. Af hverju vann Valur?Það munaði ekki miklu á liðunum í kvöld en Valsmenn voru þéttir fyrir eftir að þeir komust yfir og gáfu ekki mörg færi á sér. Þeir gerðu nóg sóknarlega og það skilaði þessu fyrir liðið í kvöld.Hverjir stóðu upp úr?Hjá gestunum var Kristinn Freyr Sigurðsson flottur sóknarlega. Hann var hættulegur þegar hann fékk boltann og lagði upp fyrsta markið. Vörnin var þétt og Hannes var góður í markinu. Hjá ÍA var Stefán Teitur Þórðarson öflugur á miðjunni og Hallur Flosason sem kom inn fyrir meiddan Óttar Bjarna var flottur í miðverðinum.Hvað gekk illa?ÍA átti í erfiðleikum með að ná skotum á markið. Þeir komust í nokkur ákjósanleg færi en náðu ekki að setja of mikla pressu á Hannes í markinu. Þeir verða að nýta færin betur ef þeir ætla sér að vinna leiki.Hvað gerist næst?Valsmenn henda sér til Búlgaríu og mæta Ludogorets í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Eftir það mæta þeir Fylki á heimavelli þann 7. ágúst. Skagamenn fara í Kaplakrika þann 6. ágúst og mæta særðum FH-ingum.Jóhannes Karl var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn.vísir/daníelJóhannes Karl: Valsmenn fengu tvö gefins mörk Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tapið í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.Ólafur var alsæll með sigurinn á Akranesi.vísir/daníelÓli Jó: Illa nauðsynlegur sigurÓlafur Jóhannesson þjálfari Vals var gríðarlega sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld. Sigurinn hleypur Valsmönnum nær evrópusæti. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Hann færir okkur aðeins hærra, þrjú stig og það er bara geggjað. Ég er ánægður með alla sigra en þessi var illa nauðsynlegur og hafðist eftir mikla baráttu,“ sagði Ólafur. „Þetta Skagalið er geggjað lið og við verðum að hrósa þeim, völlurinn frábær í dag og þetta var bara mjög skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vals, meiddist í upphitun og gat ekki spilað í dag. Óli talaði um að hann hafi fengið tak og það væri ekki útséð með það hvort hann geti spilað á fimmtudag í Evrópudeildinni. „Hann fékk eitthvað tak en ég er ekki byrjaður að pæla í því hvort hann geti spilað á fimmtudaginn, nei nei ég held að þetta sé bara eitthvað smávægilegt en við erum með stóran hóp og meðan menn eru tæpir þá notum við þá ekki.“ Óli er spenntur fyrir ferðalaginu til Búlgaríu og hlakkar til að takast á við bæði Ludogorets og veðrið. „Já það er mjög gott að taka þrjú stig fyrir ferðalagið til Búlgaríu, nú hittumst við klukkan þrjú í nótt og leggjum af stað. Það er líka fínt að komast út til útlanda í gott veður, mér skilst það sé hitabylgja og allir fá lit og svona en erfiður leikur samt sem áður,“ sagði Ólafur að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti