Talið er að tæplega 300 manns hafi verið um borð þegar að skipið sökk skammt utan við hafnarborgina al-Khums, tæpa 130 kílómetra austur af höfuðborginni Trípólí.
Líbíudeild alþjóðlegra flóttamannasamtaka greindi frá því að 145 hafi verið bjargað úr skipinu.
Filippo Grandi, yfirmaður í Flóttamannastofnun SÞ sagði atvikið í dag, stærsta Miðjarðarhafsharmleik ársins.
Talið er að hið minnsta 686 flóttamenn hafi drukknað í Miðjarðarhafinu í ár, áður en kom að atvikinu í dag.