Hugmyndin um hjólahreystibrautina var lögð fram á vefnum Hverfið mitt þar sem hægt er að stinga upp á hugmyndum sem íbúar síðan kjósa um. Upphaflega var stungið upp á þessari hjólahreystibraut við Grandaskóla sem var samþykkt í kosningu en áður en kosningu lauk hafnaði skólastjóri Grandaskóla að þessi braut fengi að rísa þar.

Íbúarnir mótmæltu þessari fyrirhuguðu hjólahreystibraut harðlega og ákvað borgin í kjölfarið að hverfa frá þessari fyrirætlunum og leitar nú að öðrum stað sem passar betur undir þessa braut.