Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 10:55 Johnson (f.m.) með ráðherraliði sínu á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. AP/Aaron Chown Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22