Með annan fótinn styttri og varð tveggja barna faðir sextán ára en er nú orðinn sá dýrasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 12:30 Wesley Moraes. Getty/Neville Williams Leikmaðurinn sem varð í vikunni sá dýrasti í sögu enska félagsins Aston Villa fór enga venjulega leið inn í ensku úrvalsdeildina. Wesley Moraes er nú orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Aston Villa eftir að enska félagið borgaði belgíska félaginu Club Brugge 22 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla framherja. Wesley Moraes, sem heitir fullu nafni Wesley Moraes Ferreira da Silva, er Brasilíumaður en hefur spilað með belgíska félaginu frá 2016. Hann skoraði 10 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð. Það þekkja kannski einhverjir til hans frá árunum með Club Brugge en mun færri þekkja sögu stráksins sem missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall.Born with one leg longer than the other Age 9: Lost his father to a brain tumour Age 15: Started 11-a-side football Age 16: Became a father to two children Age 18: Worked in a screws factory Age 22: Signed by Villa for £22 millionhttps://t.co/QdOelpC73l — GiveMeSport (@GiveMeSport) July 24, 2019Þegar menn fóru að skoða leið Wesley Moraes upp í ensku úrvalsdeildina þá komust menn að því að hann hefur ekki átt auðvelt líf síðan að hann fæddist árið 1996 í litlum bæ 200 kílómetrum frá Ríó. Faðir Moraes fékk heilaæxli og dó þegar hann var aðeins níu ára gamall. Sextán ára gamall var strákurinn búinn að eignast tvö börn með tveimur konum. Sonurinn Yan og dóttirin Maria eru nú bæði orðin sex ára gömul. Moraes þurfti líka að vinna í verksmiðju frá sextán ára aldri til að safna pening fyrir fjölskyldu sína á meðan hann reyndi samhliða því að koma sér áfram í fótboltanum. Hann fæddist líka með annan fótinn þremur sentímetrum styttri og fyrsti þjálfari hans í Evrópu, Robert Rybnicek hjá slóvakíska félaginu Trencín, talaði um það hann liti út fyrir að haltra inn á vellinum. Moraes fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku með Trencín þegar hann var átján ára gamall. Hann fékk að æfa með félaginu og vann sér inn samning. Eftir aðeins eitt tímabil þar var hann síðan kominn til Club Brugge. Nú er að sjá hvort þetta ævintýri hafi góðan endi og Wesley Moraes slái í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Brasilía Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Leikmaðurinn sem varð í vikunni sá dýrasti í sögu enska félagsins Aston Villa fór enga venjulega leið inn í ensku úrvalsdeildina. Wesley Moraes er nú orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Aston Villa eftir að enska félagið borgaði belgíska félaginu Club Brugge 22 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla framherja. Wesley Moraes, sem heitir fullu nafni Wesley Moraes Ferreira da Silva, er Brasilíumaður en hefur spilað með belgíska félaginu frá 2016. Hann skoraði 10 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð. Það þekkja kannski einhverjir til hans frá árunum með Club Brugge en mun færri þekkja sögu stráksins sem missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall.Born with one leg longer than the other Age 9: Lost his father to a brain tumour Age 15: Started 11-a-side football Age 16: Became a father to two children Age 18: Worked in a screws factory Age 22: Signed by Villa for £22 millionhttps://t.co/QdOelpC73l — GiveMeSport (@GiveMeSport) July 24, 2019Þegar menn fóru að skoða leið Wesley Moraes upp í ensku úrvalsdeildina þá komust menn að því að hann hefur ekki átt auðvelt líf síðan að hann fæddist árið 1996 í litlum bæ 200 kílómetrum frá Ríó. Faðir Moraes fékk heilaæxli og dó þegar hann var aðeins níu ára gamall. Sextán ára gamall var strákurinn búinn að eignast tvö börn með tveimur konum. Sonurinn Yan og dóttirin Maria eru nú bæði orðin sex ára gömul. Moraes þurfti líka að vinna í verksmiðju frá sextán ára aldri til að safna pening fyrir fjölskyldu sína á meðan hann reyndi samhliða því að koma sér áfram í fótboltanum. Hann fæddist líka með annan fótinn þremur sentímetrum styttri og fyrsti þjálfari hans í Evrópu, Robert Rybnicek hjá slóvakíska félaginu Trencín, talaði um það hann liti út fyrir að haltra inn á vellinum. Moraes fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku með Trencín þegar hann var átján ára gamall. Hann fékk að æfa með félaginu og vann sér inn samning. Eftir aðeins eitt tímabil þar var hann síðan kominn til Club Brugge. Nú er að sjá hvort þetta ævintýri hafi góðan endi og Wesley Moraes slái í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Brasilía Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira