Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Friðrik Boði segir að sjálfvæðingin eigi ekki aðeins við um láglaunastörf, störf lögfræðinga og lækna gætu horfið. VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira