„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 12:23 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30