Skartgripasalar vilja kaupa tennur og bein úr grindhvölunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:05 Landeigandi hyggst skoða að koma tönnum og beinum úr grindhvölunum í verð. Vísir/Elín margrét Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08
Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent