Indverjar skutu ómönnuðu geimfari til tunglsins eftir misheppnaða tilraun Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 10:24 Skotið er hluti af metnaðarfullum geimferðaáætlunum Indverja. Vísir/AP Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022. Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022.
Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00