Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. júlí 2019 11:30 Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa. Noregur Trúmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa.
Noregur Trúmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira