Reyna að bjarga togaranum Orlik í Njarðvíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:37 Togarinn Orlik hefur legið við höfn í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Hér sést Orlik úr lofti fyrir miðju á mynd. Vísir/Vilhelm Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm Reykjanesbær Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm
Reykjanesbær Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira