Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:30 Katerina Parouka nýtur þess að vera í tjaldinu, en þar hyggst hún búa fram í október. Fréttablaðið/Stefán „Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira