Kveðjuræðan Davíð Stefánsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun