Skagamaðurinn gekk til liðs við Val árið 2015. Hann hefur leikið 181 leik í meistaraflokki á Íslandi og skorað 16 mörk. Þrjú þeirra hafa komið í Pepsi Max deildinni í sumar.
Andri skrifaði undir samning við Val út tímabilið 2022.
Valur er í sjötta sæti Pepsi Max deildarinnar með 16 stig. Valsmenn fara í Víkina í kvöld og mæta Víkingi í þrettándu umferð deildarinnar.