Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag þegar hún sótti mann á Fimmvörðuháls sem var slasaður á fæti. Maðurinn var ekki hættulega slasaður en átti erfitt með gang.
Mjög vel gekk að komast að manninum á Fimmvörðuhálsi og var aldrei nein hætta á ferð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Maðurinn fékk far með þyrlunni og var skilinn eftir í Básum ásamt eiginkonu sinni.
Um var að ræða fyrsta útkall nýrrar þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ.
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt eftir klukkan þrjú í dag vegna göngumannsins á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði við Heljarkamb ásamt samferðafólki.
Aðstæður til burðar á sjúklingum á þessum slóðum geta verið erfiðar þar sem gönguleiðin liggur um kletta og bratta hryggi.
Ný þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út á Fimmvörðuháls

Tengdar fréttir

Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu eftir umferðarslys við Blönduós
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin alvarlega slösuð.

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík
Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.