Raðklúður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:30 Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun