Raðklúður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:30 Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun